Barna- og fjölskylduguðsþjónusta
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður sunnudaginn 13. nóvember n.k. kl. 11:00. Skólakór Kárnes syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Allir hjartanlega velkomnir.
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður sunnudaginn 13. nóvember n.k. kl. 11:00. Skólakór Kárnes syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Allir hjartanlega velkomnir.
Mál dagsins 8. nóvember hefst að venju kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar. Klukkan 15:10-15:30 heldur Gestur Jónsson, hæstarréttarlögmaður erindi. Kl.15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn. Allir hjartanlega velkomnir.
Sunnudaginn 6. nóvember n.k. verður guðsþjónusta á “Allra heilagra messu” í Kópavogskirkju kl. 11:00. Þá er þeirra sérstaklega minnst, sem eru látin. Beðið verður með nafni fyrir þeim, sem sóknarprestur Kópavogskirkju hefur jarðsungið á tímabilinu 20. október 2015- til 20. október 2016 og aðstandendum þeirra er boðið sérstaklega til guðsþjónustunnar. Sigurður Arnarson, sóknarprestur mun prédika og Ásta Ágústsdóttir, djákni mun einnig þjóna fyrir altari.Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.Sunnudagskólinn með listasmiðjuívafi hefst kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.Flutt verður tónlist í kirkjunni frá kl. 10:30 og þá gefst kostur að tendra á bænaljósi við altari. Eftir guðsþjónustu verður boðið upp á hressingu í safnaðarheimilinu Borgum. Ásta, djákni mun þá fjalla um sorg og sorgarviðbrögð. Ef tækifæri er til eru þau sem geta beðin um að koma með eitthvað á hádegisverðarhlaðborð í safnaðarheimilinu (opið verður þar frá kl.10:30).Allir eru hjartanlega velkomnir.
Nýverði barst bréf frá biskupi Íslands til presta og formanna sóknarnefnda. Í bréfinu segir meðal annars: Eins og fréttir herma er saklaust fólk limlest eða lætur lífið í stríðsátökunum í Aleppo í Sýrlandi þessa dagana. Ráðamenn virðast ekki geta fundið lausn til friðar og uppbyggingar. Hugmynd finnska prestsins Teemu Laajasalo í Kallio sókn í lútersku finnsku kirkjunni hefur orðið að veruleika. Honum sveið ástandið eins og okkur öllum og ákvað að klukkum í hans kirkju skyldi hringt daglega kl. 17 frá 12. til 24. október, en 24. október er dagur Sameinuðu þjóðanna.Þessi hugmynd hefur breiðst út og á vefnum http://bellsforaleppo.org/ má sjá að kirkjurnar í Svíþjóð, Bretlandi og víða í Evrópu hafa gert slíkt hið sama. Tilgangurinn er að sýna fólkinu í Aleppo, lífs og liðnu virðingu og samkennd og vekja athygli á ástandinu.Lúterska heimssambandið, sem Þjóðkirkjan er aðili að, vekur athygli á framtakinu og hvetur fleiri kirkjur til að taka þátt. Það getur ekkert réttlætt þjáningar barna og óbreyttra borgara í Aleppo. Biskup Íslands hvetur presta og sóknarnefndir til að hringja klukkum kirkna frá mánudeginum 24. október kl. 17 í þrjár mínútur og daglega eftir því sem við verður komið til og með 31.október, sem er siðbótardagurinn.Um leið er til þess mælst að beðið verði fyrir fólki og ástandi í Aleppo og endir verði bundinn á þann hrylling er þar á sér stað.
Nýverið var bókin „Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð“ gefin út af Skálholtsútgáfunni. Í bókmenntaguðsþjónustu sunnudaginn 30. október kl. 11:00 í Kóapvogskirkju mun þýðandi bókarinnar dr. Grétar Halldór Gunnarsson fjalla um bókina í stað prédikunar. Lesnir verða textar úr bókinni. Kór Kópavogskirkju mun syngja undir stjórn Lenku Mátéová. Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari. Allir hjartanlega velkomnir.
Á æskulýðsfundi 27. október n.k. kl. 20:00-21:30 munu samstarfsaðilar Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku kynna vatnsverkefni í Afríku en fimmtudaginn viku seinna munu fermingarbörn úr Kársnessókn safna fyrir verkefnið með því að ganga í hús á Kársnesi frá kl. 18:00-20:00.
Sunnudagsskóli með listasmiðjuívafi verður n.k. sunnudag 23. október kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Starfið er ætlað börnum á öllum aldri. Allir hjartanlega velkomnir.
Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 21. ágúst n.k. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.
Messa sem átti verða 28. ágúst frestast fram á haust (nánar tilkynnt síðar).
Fermingarfræðsluferð verður í Vantaskóg 17. október. Farið verður frá Kópavogskirkju kl. 8:30 og komið til baka eftir kvöldmat í Vatnaskógi.
Einnig getið þið samið við fermingarbörn frá því á síðasta ári um not eða kaup á bókinni.Mikilvægt er að eignast bókina strax, svo við getum verið samferða í tímunum. Einnig skal hafa með sér í alla tíma A4 verkefnabók.
Messur í vetur!
Fermingarbörnin eru hvött til að sækja helgihald eins vel og unnt er.
Messur og guðsþjónustur eru á sunnudögum kl. 11:00 í Kópavogskirkju.
Sunnudagaskólinn hefst að öllu jöfnu í kirkjunni nema annað sé auglýst á www.kopavogskirkja.is
Í helgihaldið eru fermingarbörnin beðin um að taka með sér „Kirkjulykilinn“ og fylla út sérstök kirkjusóknarblöð í bókinni.
Fermingarbörn skrá sig hjá kirkjuverði eftir hverja messu.
Foreldrar eru einnig hvött til að sækja helgihaldið með sínum unglingum.
Í messunum og guðsþjónustunum er beðið um að fermingarbörn taki tillit til annarra kirkjugesta og hafa í huga að þau eru á helgum stað. Beðið eru um að farsímar séu ekki í notkun á meðan helgihaldinu stendur, það sé slökkt á þeim.
Næsta vetur verða fundir með foreldrum fermingarbarna.
Við, sem söfnuður, eigum saman kirkjuhúsið og safnaðarheimilið. Íbúar sóknarinnar, sem eru skráðir í þjóðkirkjuna, greiða til kirkjunnar sóknargjöld sem standa undir öllum rekstri hennar. Göngum þess vegna vel um kirkjuna okkar og hugsum vel um hana.
Fermingardagar 2017 verða sem hér segir:
Fermingarbörn geta valið fermingardaga eins og undanfarin ár.
Hver ferming tekur mislangan tíma en það fer eftir fjölda fermingarbarna hverju sinni. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir í fermingarnar.
Æfingar fyrir fermingarmessur eru í Kópavogskirkju:
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is
Tónlistarstjóri: Elísa Elíasdóttir: elisaeliasdottir@gmail.com
Kirkjuvörður er Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.