Messa 26/5/24 kl.11:00
/in Fréttir, Frontpage Article, Images, News, Uncategorized/by Sigurður ArnarsonAndlát – Ingvar Hólmgeirsson, sjálfboðaliði í Máli dagsins í Kársnessókn
/in Fréttir, Frontpage Article, Images, News, Uncategorized/by Sigurður ArnarsonIngvar Hólmgeirsson, skipstjóri og útgerðarmaður lést þann 9. maí s.l. og útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Ingvar sótti um árabil Mál dagsins í Kársnessöfnuði og spilaði, þar sem sjálfboðaliði á harmonikku vikulega yfir vetrartímann. Ingvar ólst upp frá þriggja ára aldri í Flatey á Skjálfanda en bjó lengst af á Húsvík og starfaði, sem skipstjóri og útgerðarmaður. Ingvar lék á harmonikku frá 10 ára aldri. Þórunn Björnsdóttir, kórstjóri stjórnaði samsöng í Máli dagsins síðastliðinn vetur. Hún minnist Ingvars með eftirfarandi orðum: „Ég var nú frekar treg að taka að mér söngstjórn í Mál dagsins, ekki viss hvort ég kynni nú öll „gömlu lögin“ en ótti minn hvarf þegar vígreifur harmonikkuleikari tók fallega á móti mér og lofaði að vera mér til halds og trausts. Eftir að við höfðum spilað saman fyrsta lagið, þá féll ég fyrir þessum stóra músíkalska manni og við náðum ótrúlega vel að stilla saman okkar strengi og sameinast um lagaval og tóntegundir. Ingvar kenndi mér ýmsar nýjar hljómabrellur og hafði gaman af að rugla mig stundum. Ég sagði oft að ég hefði viljað kynnast honum fyrr og þá hefði ég fengið hann stundum í heimsókn þegar ég var að kenna tónmennt í Kársnesskóla. Harmonikan hefur alltaf verið mitt uppáhalds hljóðfæri.“
Guðsþjónusta og messukaffi 09/05/24
/in Fréttir/by Grétar Halldór GunnarssonGuðsþjónusta verður við Kópavogskirkju á uppstigningardag, þann 09. maí, kl. 14.00. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson predikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju leiðir söng og Elísa Elíasdóttir er organisti. Eftir guðsþjónustu er boðið upp á messukaffi í safnaðarheimili Kópavogskirkju í Borgum. Dagurinn er jafnframt dagur eldri borgara og fáum við sérstaka heimsókn kirkjugesta frá Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili.
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl.11:00, 5/5/24
/in Fréttir, Frontpage Article, Images, News, Uncategorized/by Sigurður ArnarsonUm Kópavogskirkju
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is
Tónlistarstjóri: Elísa Elíasdóttir: elisaeliasdottir@gmail.com
Kirkjuvörður er Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.
Nýjustu Fréttir
- Upphaf aðventu í Kópavogskirkjunóvember 26, 2024 - 9:19 e.h.
- Messa & sunnudagaskóli 24/11/24nóvember 21, 2024 - 12:03 e.h.
- „Dag í senn“ – messa 17. nóvember 2024nóvember 12, 2024 - 3:33 e.h.
- Barna og fjölskylduguðsþjónusta 10/11/24nóvember 6, 2024 - 11:04 f.h.
- Guðsþjónusta 3. nóvember kl. 11:00 í Kópavogskirkjuoktóber 30, 2024 - 9:50 f.h.