Archive for month: mars, 2021
Breytingar vegna ferminga 28. mars og 1. apríl n.k.
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonListi með hugmyndum um ritningarorð fyrir fermingu
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonRitningartextar:
1. Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir. Fil. 4:13
2. Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. Matt. 7:12
3. Ákalla mig á degi neyðarinnar, og ég mun frelsa þig, og þú skalt vegsama mig. Sálm.50:15
4. Biðjið, og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Matt. 7:7
5. Drottinn er góður, miskunn hans varir að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns. Sálm. 100:5
6. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Sálm. 23:1
7. Drottinn er réttlátur á öllum vegum sínum og miskunnsamur í öllum verkum sínum. Sálm. 145:13b
8. Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, hann er þér til hægri handar. Sálm.121:5
9. Drottinn er öllum góður og miskunn hans hvílir yfir allri sköpun hans. Sálm. 145:9
10. Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína. Sálm. 121:7
11. Ef Drottinn byggir ekki húsið erfiða smiðirnir til ónýtis. Sálm. 127:1
12. En Guði er enginn hlutur um megn. Lúk. 1:37
13. Engill Drottins setur vörð kringum þá er óttast hann og frelsar þá. Sálm. 34:8
14. Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina. Jóh. 10:11
15. Ég hef Drottin ætíð fyrir augum, þegar hann er mér til hægri handar hnýt ég ekki. Sálm. 16:8
16. Ég vil lofa Drottin á meðan ég lifi, lofsyngja Guði mínum meðan ég er til. Sálm. 146:2
17. Ég vil þakka þér, Drottinn, af öllu hjarta, kunngjöra öll máttarverk þín. Sálm. 9:2
18. Ég vil vegsama Drottin alla tíma, ætíð sé lof hans mér í munni. Sálm. 34:2
19. Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá. Sálm. 37:5
20. Gott mannorð er dýrmætara en mikill auður, vinsældir eru betri en silfur og gull. Orðskv. 22:1
21. Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. Sálm. 46:2
22. Hann veitir kraft hinum þreytta og þróttlausum eykur hann mátt. Jesaja 40:29
23. Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig. Jóh. 14:1
24. Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Sálm. 121:2
25. Í friði leggst ég til hvíldar og sofna því að þú einn, Drottinn, lætur mig hvíla óhultan í náðum. Sálm. 4:9
26. Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. Jóh. 1:1
27. Í þínar hendur fel ég anda minn, þú frelsar mig, Drottinn, þú trúfasti Guð! Sálm 31:6
28. Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.” Jóh. 11:25
29. Jesús sagði: „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins.” Jóh 8:12
30. Jesús segir við hann: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.” Jóh. 14:6
31. Kenn mér að gera vilja þinn því að þú ert Guð minn, þinn góði andi leiði mig um slétta braut. Sálm. 143:10
32. Kærleikurinn breiðir yfir allt, trúir öllu , vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. I. Kor 13:7
33. Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld. Matt. 11:28
34. Lát engan líta smáum augum á æsku þína en ver fyrirmynd trúaðra í orði og hegðun, í kærleika, trú og hreinlífi. I. Tim. 4:12
35. Leitið Drottins meðan hann er að finna, ákallið hann meðan hann er nálægur. Jesaja 55:6
36. Lítið ekki aðeins á eigin hag heldur einnig annarra. Verið með sama hugarfari sem Kristur Jesús var. Fil. 2:4-5
37. Lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans. Sálm 103:2
38. Náð mín nægir þér því að mátturinn fullkomnast í veikleika. II. Kor. 12:9
39. Náðugur og miskunnsamur er Drottinn, þolinmóður og mjög gæskuríkur. Sálm. 145:8
40. Sá sem ástundar réttlæti og kærleika öðlast líf, velgengni og heiður. Orðskv. 21:21
41. Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér nýjan, stöðugan anda. Sálm. 51:12
42. Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki
heldur hafi eilíft líf. Jóh 3:16
43. Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða. Matt. 5:9
44. Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá. Matt. 5:8
45. Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa. Matt. 5:5
46. Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða. Matt. 5:7
47. Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða. Matt 5:6
48. Varðveit mig sem sjáaldur augans, fel mig í skugga vængja þinna. Sálm. 17:8
49. Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Sálm. 16:1
50. Vegur Guðs er lýtalaus, orð Drottins er hreint, skjöldur er hann öllum sem leita hælis hjá honum. Sálm. 18:31
51. Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt. Sálm. 86:11
52. Þakkið Drottni því hann er góður, því miskunn hans varir að eilífu. Sálm. 107:1
53. Þér eruð vinir mínir ef þér gerið það sem ég býð yður. Jóh. 15:14
54. Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum. Sálm. 119:105
55. Þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Sálm. 23:4
56. Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. I. Kor. 13:1
57. Þú ert von mín, Drottinn, þú, Drottinn, ert athvarf mitt frá æsku. Sálm. 71:15
58. Þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum. . . .
Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Mark. 12:30-31
59. Því að ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla
en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð. Jer. 29:11
60. Því að ég, Drottinn, er Guð þinn, ég held í hægri hönd þína og segi við þig: „Óttast eigi, ég bjarga þér.“ Jesaja 41:13
61. Því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum. Sálm.91:11
Mál dagsins 16. mars n.k.
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonMál dagsins hefst aftur þriðjudaginn 16. mars n.k. kl.14:30-16:00. Stundin hefst að venju með samsöng og svo verður flutt stutt erindi. Síðan er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun. Að sjálfsögðu er allra sóttvarna gætt.
Sunnudagaskóli 14. mars kl.11:00 í safnðarheimilinu Borgum
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonSunnudagaskóli verður 14. mars kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.
Guðsþjónusta 14. mars kl.11:00
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonGuðsþjónusta sunnudaginn 14. mars n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.
Fermingaræfingar og fermingar vorið 2021
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonFermingardagar 2021 verða sem hér segir:
Sunnudag 21. mars, 2021, kl. 11:00
Pálmasunnudag 28. mars, 2021 kl.11:00
Skírdagur 1. apríl 2021, kl. 11:00
Hver ferming tekur mislangan tíma en það fer eftir fjölda fermingarbarna hverju sinni.
Æfingar fyrir fermingarmessur eru í Kópavogskirkju, vorið 2021:
Sunnudag 21. mars, 2021, kl. 11:00
Æfingar eru 18 og 19. mars kl. 16:15-17:15
Pálmasunnudagur 28. apríl, 2021 kl. 11:00.
Æfingar eru 25 og 26. mars kl. 16:15-17:15
Skírdagur 1. apríl 2020, kl. 11:00.
Æfingar eru 29 og 30. mars kl. 10:00-11:00.
Barna- og æskulýðsguðsþjónusta sunnudaginn 7. mars kl.11:00
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonBarna- og æskulýðsguðsþjónusta verður sunnudaginn 7. mars kl.11:00 í Kópavogskirkju á Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir leiðir stundina ásamt Hjördísi Perlu Rafnsdóttur, guðfræðingi sem flytur hugvekju. Félagar úr Skólakór Kársnes syngja undir stjórn Áflheiðar Björgvinsdóttur. Fermingarbörn vetrarins taka þátt í helgihaldinu ásamt sunnudagaskólanum.
Um Kópavogskirkju
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is
Tónlistarstjóri: Lenka Mátéová (í námsleyfi frá 1/9/23-1/8/24). Elísa Elíasdóttir leysir af á meðan:elisaeliasdottir@gmail.com
Kirkjuvörður er Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.
Nýjustu Fréttir
- Haustferð Kársnessafnaðarseptember 10, 2024 - 11:11 f.h.
- Kyrrðarstund 10/9/24 kl. 20:00 í Kópavogskirkju á alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvígaseptember 9, 2024 - 9:52 e.h.
- Sunnudagsskólinn hefst 8. september kl. 11:00 í Kópavogskirkjuseptember 6, 2024 - 9:44 f.h.
- Sunnudagaskólinn hefst aftur eftir sumarfrí 8. september n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkjuseptember 3, 2024 - 2:04 e.h.
- Guðsþjónusta 25/08/24ágúst 22, 2024 - 11:55 f.h.