Guðsþjónusta á Uppstigningardegi 25. maí. Dr. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar

Guðsþjónusta verður kl. 14:00 á Uppsigingardegi, degi aldraðra í Þjóðkirkjunni 25. maí í Kópavogskirkju.  Dr. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar.  Sr. Sigurður Arnarson og Ásta Ágústsdóttir, djákni þjóna fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Eftir guðsþjónustuna býður sóknarnefnd Kópavogskirkju viðstöddum að þiggja veitingar í safnaðarheimili Kópavogskirkju.  Í kaffinu mun Kór Kópavogskirkju syngja nokkur lög.  Rútuferð verður fyrir guðsþjónustu frá hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.  Allir hjartnalega velkomnir.