„Lif og starf í Afganistan“- Mál dagsins

Þriðjudaginn 24. apríl n.k. kl.14:30-16:00 er Mál dagsins í safnaðarheimilinu Borgum. Stundin hefst með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Klukkan 15:10-15:30 mun Björn Þorvaldsson flytja erindi um Afganistan en Björn hefur starfað í Kabúl undanfarin ár. Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi og stundinni lýkur kl.16:00 með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta 22. apríl kl. 11:00

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 22. apríl n.k. kl.11:00 í Kópavogskirkju. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.

Guðsþjónusta 8. apríl

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 8. apríl n.k. Þorgil Hlynur Þorbergsson, guðfræðingur prédikar. Sr. Sigurður Arnarson, þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Sigríðar Jóhannesdóttur. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.