Hátíðarguðsþjónusta á hvítasunnudag kl. 11.00

Hátíðarguðsþjónusta í Kópavogskirkju á hvítasunnudag kl. 11.00. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, settur sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. Þetta verður síðasta guðsþjónustan í kirkjunni fyrir viðgerðir á gluggum Gerðar Helgadóttur sem fram fara síðar í sumar. Eftir hvítasunnu færist allt helgihald kirkjunnar í kapellu í safnaðarheimilinu Borgum

Guðsþjónusta í Kópavogskirkju sunnudaginn 24. maí kl. 11.00

Guðsþjónusta kl. 11.00 sunnudaginn 24. maí. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, settur sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar.

Guðsþjónusta sunnudaginn 17. maí kl. 11.00

Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11.00 sunnudaginn 17. maí n.k. Sr. Sighvatur Karlsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar.