Útfarir

Þegar einhver deyr þá fer fram útfararathöfn, venjulega í kirkju, og síðan greftrun í kirkjugarði. Undanfari hennar er kistulagning , sem er bænastund með aðstandendum þegar hinn látni hefur verið lagður í kistuna, og áður en kistunni er lokað. Þessi bænastund er alltaf haldin og einnig þegar fram fer bænastund með ástvinum við andlátið sjálft eins og eðlilegt er. Oftast eru þau sem deyja jarðsett í venjulegri kistu, en ef líkbrennsla hefur farið fram að lokinni útfararathöfninni þá er duftkerið jarðsett. Í flestum kirkjugörðum er minnismerki eða reitur vegna þeirra sem drukkna og finnast ekki, eða týnast með öðrum hætti.