Safnaðarheimili Kársnessóknar, Hábraut 1A

Safnaðarheimilið stendur skammt frá kirkjunni við Hábraut 1a. Í safnaðarheimilinu er lítil kapella, skrifstofur fyrir prest, organista, djákna og kirkjuvörð. Þá er í húsinu glæsilegur salur, sem rúmar 140 manns til borðs.   Ef um brúðkaup er að ræða tekur salurinn 120 manns til borðs.  Þennan sal er hægt að fá leigðan undir veislur, fundi og önnur mannamót.  Gott aðgengi er fyrir hreyfihamlaða og hjólastóla.

Bókanir

Skrifstofa Kársnessóknar sér um bókanir á safnaðarheimili, best er að senda tölvupóst í netfangið: kopavogskirkja@kirkjan.is eða hringja í síma 554 1898.  Leigutaki ræður jafnhliða umsjónarmanneskju  til þess að hafa umsjón með veislunni, sem er í safnaðarheimili meðan leigutakar eru þar. Umsjónarmanneskja er um leið tengiliður við söfnuðinn.   Allur búnaður leigutaka þarf að fara úr húsi um leið og leigu lýkur.