Guðsþjónusta 04/06/23 – sjómannadagurinn

Staða kirkjuvarðar

Kirkjuvörður – Hlutastarf
Kársnessöfnuður óskar eftir að ráða í starf kirkjuvarðar Kópavogskirkju.
Um hlutastarf er að ræða, 50 prósent með möguleika á hærra starfshlutfalli
Starfssvið:

Regluleg umsjón með húsnæði safnaðarins
Umsjón með búnaði safnaðarins
Þjónusta við helgihald
Þrif í kirkju
Önnur tilfallandi verkefni í samstarfi við sóknarnefnd og sóknarprest
Hæfniskröfur:
Þjónustulund, snyrtimennska, sveigjanleiki
Færni í mannlegum samskiptum og reynsla af því að vinna með öðrum í teymi
Þekking og áhugi á starfi og hlutverki safnaðarins og Þjóðkirkjunnar
Tali íslensku

Rík áhersla er lögð á trúmennsku í starfi og metnað til að takast á við misumandi verkefni í safnaðar- og kirkjustarfi

Umsóknarfrestur er til og með 10. júní 2023. Umsóknir sendist rafrænt á netfangið: kopavogskirkja@kirkjan.is

Umsækjendur sendi inn ferilskrá, þar sem fram koma: persónulegar upplýsingar, menntun, starfsferill, meðmælendur og annað, sem umsækjendur vilja að komi fram.
Athuga skal að liggja þarf fyrir samþykki umsækjenda til að afla sakavottorðs.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu safnaðarins af prestum eða djákna, sími: 5541898 virka daga á milli 11:00-12:00 eða með því að senda tölvupóst á netfangið: kopavogskirkja@kirkjan.is

Viðmiðunargjaldskrá Prestafélags Íslands

Ný viðmiðunargjaldskrá Prestafélags Íslands tók gildi 3. febrúar 2022 og hana er að finna hér:

Viðmiðunargjaldskrá Prestafélags Íslands
a. Skírn

Skírn – ekki innheimt fyrir skírn í guðsþjónustu.
Skírn á dagvinnutíma prests, 0,7 einingar – 8.186 kr.
Skírn utan dagvinnutíma prests, 1,4 einingar – 16.372 kr.
b. Fermingarfræðsla

Fermingarfræðsla, 2,0 einingar – 23.388 kr.
c. Hjónavígsla

Hjónavígsla á dagvinnutíma prests, 1,3 einingar – 15.202 kr.
Hjónavígsla utan dagvinnutíma, 2 einingar – 23.388 kr.
Æfing vegna hjónavígslu utan dagvinnutíma, 1 eining – 11.694 kr.
d. Kistulagning

Kistulagning á dagvinnutíma, 0,8 einingar – 9.355 kr.
Kistulagning utan dagvinnutíma, 1,5 eining – 17.541 kr.
e. Útför

Útför á dagvinnutíma prests, 3 einingar – 35.082 kr.
Útför utan dagvinnutíma, 3,6 einingar – 42.098 kr.
f. Jarðsetning

Jarðsetning duftkers eða kistu, sem ekki er í beinu framhaldi af útför, 1,4 eining – 16.372 kr.

Guðsþjónusta 21. maí kl. 11.00

Guðsþjónusta við Kópavogskirkju 14/05/23