Mál dagsins hefst aftur 1. febrúar kl.14:30-16:00

Mál dagsins hefst aftur 1. febrúar kl.14:30-16:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Stundin hefst með samsöng undir stjórn Gríms Sigurðssonar og Lenku Mátéová.  Flutt verður 20 mínútna erindi.  Kaffi er drukkið kl. 15:30 og stundinni lýkur kl.16:00 með stuttri bæn og blessun.

Vetrarhátíð og Kópavogskirkja 4-5 febrúar n.k.

Sirra Sigrún Sigurðardóttir gerir ljósaverk fyrir Kópavogskirkju

Nýju verki eftir Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur myndlistarmann verður varpað á Kópavogskirkju fyrstu helgina í febrúar, föstudags- og laugardagskvöldið 4. – 5. febrúar.

Verk Sirru, sem er gert sérstaklega fyrir form Kópavogskirkju og í samtali við list Gerðar Helgadóttur, er gert að beiðni Kópavogsbæjar í tilefni Vetrarhátíðar. Hátíðin verður að þessu sinni lágstemmd og munu ljósaverk og listaverk utandyra vera í forgrunni.

Sækir innblástur til verka Gerðar Helgadóttur

Verk Sirru eru kosmísk í eðli sínu og tengjast vangaveltum um stöðu okkar í gangverki náttúru, eðlisfræði og þeirra afla sem halda heiminum gangandi. Nýtt verk Sirru sækir innblástur í verk Gerðar Helgadóttur; vitnað er til lita og forma í gler- og mósaíkverkum Gerðar, en jafnframt til áhuga hennar á gangi himintungla, dulspeki og tengingu mannsins við alheiminn.

Vakið verðskuldaða athygli fyrir list sína

Sirra Sigrún lauk BA prófi frá Listaháskóla Íslands árið 2001 og útskrifaðist með meistaragráðu frá School of Visual Arts í New York 2013. Hún hefur haldið einkasýningar í Listasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Listasafni Árnesinga, Hafnarborg og Kling & Bang og tekið þátt í fjölda sýninga víða um heim, . þar á meðal í Kína, Finnlandi, Bandaríkjunum og Bretlandi.

Sirra hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir list sína og m.a. fengið styrki og viðurkenningar úr listasjóðum Svavars Guðnasonar, Guðmundu Andrésdóttur og verðlaun Guðmundu S. Kristinsdóttur. Sirra  Sigrún var listamaður Kærleikskúlunnar 2021.

Verkinu verður varpað á Kópavogskirkju frá 18 – 23 föstudags- og laugardagskvöldið 4. og 5. febrúar.

Streymi frá helgistund og sunnudagaskóla verður sunnudaginn 30. janúar

Streymt verður á Facebókarsíðu Kópavogskirkju frá helgistund og sunnudagaskóla sunnudaginn 30. janúar

Mál dagsins í streymi þriðjudaginn 25. janúar s.l. á facebókarsíðu Kópavogskirkju

Þriðjudaginn 25. janúar s.l. var Máli dagsins streymt á facebókarsíðu Kópavogskirkju (https://www.facebook.com/387710974680/videos/443433170751663).  Grímur Sigurðsson og Lenka Mátéová fluttu nokkur þorralög.  Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur og fararstjóri flutti pistil frá Norður Ítalíu og stundinni lauk með bæn og blessun.

Æskulýðsfundur í streymi, fimmtudaginn 27. janúar kl.20:00

Spurningakeppni verður fyrir 8. bekk í streymi (sjá hlekk á Facebooksíðu Kópavogskirkju) fimmtudaginn 27. janúar kl.20:00

https://www.facebook.com/387710974680/photos/a.10151172290034681/10159249536244681

Streymi 16. janúar n.k.

Vegna sóttvarnarreglna og tilmæla frá biskupi Íslands verður ekki guðsþjónusta eða sunnudagaskóli í Kársnesprestakalli næstkomandi sunnudag 16. janúar. Aftur á móti verður helgistund í umsjón sr. Sigurðar Arnarsonar streymt á „facebókarsiðu) Kópavogskirkju. Félagar úr Kór Kópavogskirkju munu syngja undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar.