Safnaðarstarfið

Kór Kópavogskirkju hefur starfað undir stjórn Lenku Mátéovu frá hausti 2007.

Kórin telur 30 félaga. Skiptingin milli radda er í góðu jafnvægi og er það mjög ánægjulegt og gefandi fyrir bæði kórstjóra og kórfélaga að vinna í svo vel skipuðum hópi.Meðal kórfélaga er að finna bæði menntaða söngvara og vel þjálfada áhugamenn .

Kórinn æfir að jafnaði einu sinni í viku, á miðvikudögum frá  kl.19.30 – 22.00 frá mánaðarmótum ágúst-september og út maí ár hvert. Á þessum æfingum er ýmist allur kórinn mættur eða tímanum skipt milli radda. Þegar mikið stendur til, er bætt við æfingum á laugardögum.

Aðalstarf kórsins er að syngja við messur og guðsþjónustur og er kórnum skipt í hópa sem syngja til skiptis á sunnudögum.

Tónlistarmessur verða einnusinni á mánuði og þá er sérstök áhersla lögð á tónlistarflutning, kór kirkjunnar kynnir nýja sálma og flyttur t.a.m. stærri verk.

Reglulega syngur kórinn tvenna tónleika á ári.

Allar nánari upplýsingar má fá hjá söngstjóra í GSM 864-6627 eða með tölvupósti lenkam@internet.is

Mál dagsins

Samverur eru í safnaðarheimilinu alla þriðjudaga kl. 14:30 – 16:00. Friðrik S. Kristinsson, stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur og Lenka Mátéová, kantor leiða söng.  Um 15;10 er flutt mál dagsins og lýkur þeirri umfjöllun um 15;30.  Síðan er drukkið kaffi og stutt helgistund.  Starfinu lýkur um miðjan maí og hefst aftur fyrstu vikuna í september.

Sunnudagaskólinn

Sunnudagaskólinn er á hverjum sunnudegi kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Dagana 19. september, 3. október, 7. nóvember og 5. desember er barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00.  Jólaball safnaðarins verður í safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustu þann 5. desember.  Á aðfangadag 24. desember kl. 15:00 er barnastund í kirkjunni þar sem beðið er eftir jólum.

Bæna- og kyrrðarstundir

Bæna- og kyrrðarstundir
Á  þriðjudögum frá september til maí  kl. 13:45 er bæna- og kyrrðarstund  í kapellunni í safnaðarheimilinu “Borgum”. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprests eða djákna kirkjunnar

Æskulýðsstarf

Æskulýðsstarf fyrir 8. bekk
Starfið er ætlað unglingum í 8. bekk. Fundir eru vikulega á fimmtudagskvöldum frá kl. 20:00-21:30 í safnaðarheimilinu “Borgum”. Félagar úr starfinu munu ganga í hús í sókninni frá kl. 18:00-20:00 þriðjudaginn 4. nóvember og safna fé fyrir Hjálparstarf Kirkjunnar. Einnig munu þau taka þátt í verkefninu “Jól í skókassa”. Þrjár fermingarfræðslur verða á æskulýðsfundunum fram að fermingum í vor og foreldrar og forráðafólk tekur þá einnig þátt. Fjallað verður þá um: “Ég á bara eitt líf” , “ábyrgð og að setja mörk” og “sorg og sorgarviðbrögð.

Barnastarf

Starf fyrir börn í 1. og 2. bekk
Starfið er vikulega á mánudögum klukkan 15:30-16:30. Börnin eru sótt í Vinahól í  Kársnesskóla sé þess óskað.   Starfið hefst 20.september 2021.

Nauðsynlegt er að skrá börnin í starfið með því að senda tölvupóst á netfangið kopavogskirkja@kirkjan.is og ef sækja á börnin í Vinahól þarf einnig að senda póst á netfangið daegradvol@kopavogur.is .