Bænastund í Kópavogskirkju 3. maí

Bænastund verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 3. maí kl. 12.00. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir settur sóknarprestur leiðir bænir, ásamt messuþjónum. Lenka Mátéová kantor leikur tónlist á orgel kirkjunnar.

Bænastund á hádegi sunnudaginn 26. apríl

Bænastund verður í sunnudaginn 26. apríl kl. 12.00. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir settur sóknarprestur leiðir bænir, ásamt messuþjónum. Lenka Mátéová kantor leikur tónlist á orgel kirkjunnar.

Páskadagur í Kópavogskirkju

Á páskadag var guðsþjónusta í Kópavogskirkju sem var tekin upp og má nálgast upptöku hér:   https://www.youtube.com/watch?v=oUePh6nJ7dQ   Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, settur sóknarprestur prédikaði og þjónaði fyrir altari, félagar úr kór Kópavogskirkju sungu undir stjórn Lenku Mátéová sem lék á orgelið. Messuþjónarnir Anna María Hákonardóttir og Egill Reynisson lásu bænir.

Bænastund sunnudaginn 19. apríl

Bænastund verður í sunnudaginn 19. apríl kl. 12.00. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir settur sóknarprestur leiðir bænir, ásamt messuþjónum. Lenka Mátéová kantor leikur tónlist á orgel kirkjunnar.

Skert viðvera á skrifstofu Kópavogskirkju

Vegna aðstæðna í samfélaginu og heimavinnu starfsfólks er ekki hefðbundin viðvera á skrifstofu safnaðarins. Við fylgjumst vel með símsvara kirkjunnar sími 554 1898 og tölvupósti, við biðjum ykkur að nýta þá leið til samskipta. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, settur sóknarprestur sjofnjo@simnet.is, gsm 892 7651 og Ásta Ágústsdóttir, djákni asta.agustsdottir@kirkjan.is.  Neyðarsími presta í Kópavogi sem ætlaður er brýnum málum og ekki þola bið er 843 0444.

Páskar í Kópavogskirkju

Á páskadag verður helgistund í kirkjunni kl. 12.00. Nokkrir félagar úr kirkjukórnum syngja páskasálma og guðspjallið verður lesið og flutt hugleiðing. Stundin verður sett inn á facebook síðu safnaðarins.

Guð gefi öllum gleðilega páskahátíð.

Bænastund og klukknahljómur á hádegi dag hvern.

Alla daga eru bænastundir í kirkjunni sem hefjast með klukknahringingu í 3 mín kl. 12.00.

Lenka Mátéová spilar á orgel, Hannes Sigurgeirsson kirkjuvörður hringir klukkum, Egill Reynisson og Anna María Hákonardóttir messuþjónar lesa bænir. Ásta Ágústdóttir djákni og settur sóknarprestur sr. Sjöfn Jóhannesdóttir hafa skipt með sér bænastundunum.

Við bendum á að á heimasíðu Þjóðkirkjunnar, kirkjan.is er að finna upplýsingar um streymi frá helgistundum og guðsþjónustum í kirkjum landsins.