Helgistund 1. sunnudag í aðventu- Helgun bænaljósastjaka

Streymt er á hlekknum:https://youtu.be/4Nbhk0xoIGg eða

https://www.facebook.com/Kópavogskirkja-387710974680

frá helgistund á fyrsta sunnudegi í aðventu.  Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir leiðir stundina.  Þórey Lilja tendrar á fyrsta kerti aðventukransins.  Sr. Sigurður Arnarson helgar nýjan bænastjakastand sem Kópavogskirkju hefur borist að gjöf frá fjölskyldu í Kópavogi.  Verkið er eftir Sigurð Árna Sigurðsson, listamann.  Félagar í Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar.

Kirkjuhlaup í Kópavogi 2020

Frétt vegna „Kirkjuhlaups í Kópavogi 2020“, sem fyrirhugað var laugardginn 28. nóvember n.k. kl.09:00.  Sjá nánar á:https://www.facebook.com/events/325504778527599/
ATHUGIÐ – UPPFÆRT:
Við erum búin að reyna að finna bestu lausnina hvernig hægt er að útfæra aðventuhlaupið með tillliti til gildandi sóttvarnarlaga.
Við ætlum að gera okkar besta úr erfiðri stöðu og bjóðum því uppá tvo valkosti.
Kostur 1:
Þið búið til aðventuhlaup í ykkar hverfi. Mælið ykkur mót við hlaupafélagana, finnið nokkrar kirkjur, útbúið skemmtilegar hlaupaleiðir og deilið gleðinni með okkur hérna á fésbókinni. Við viljum myndir af gleðinni og ekki verra ef það kemur fram hvar þið hlupuð og hvaða kirkjur þið heilsuðuð uppá.
Kostur 2:
Þið mætið uppí Kópavogskirkju kl.9.00.
Það er því miður ekki hægt að bjóða ykkur inn í kirkjuna, né inn í safnaðarheimilið og ekki verður boðið uppá veitingar eftir hlaup. Athugið að salerni eru líka lokuð.
Við ætlum að hlaupa þessa leið eins og vanalega, við ætlum að passa uppá fjarlægðarmörkin. Endilega verið dugleg að taka myndir og deila gleðinni hér inná fésbókinni.
Við Siggi hlökkum til að hitta ykkur á laugardaginn

„Sjúkur var ég og þér vitjuðuð mín“

Hugleiðing 22. nóvember 2020, síðasti sunnudagur kirkjuársins – „sjúkur og þér vitjuðuð mín“ Matt. 25.

 

ENGLAR

 

  blár himinn

                           án enda

                           morgunsól

                           í myndum

                           pabba

                           mýkt

                           dúfur

                           við gluggann

                           lágværar

                           sjá einsemdina

                           óttann

                           sem vex og vex

                           dag eftir dag

                           dúfur

                           við gluggann

                           mínar dúfur

                           Mattheus

                           rís

 

                           sjúkur var ég

                           og þér vitjuðuð mín

Ferdinand Jónsson

 

 

Endanlaus blár himinn.

Myndir morgunnsólar.

Hvað er morgunnsól í myndum í lífi mínu?

Er það til dæmis: fólkið mitt?

Frá því getur komið, kemur og hefur komið sterkt tært ljós inn í lífið, ljós sem hefur lýst allt upp og gefið styrk, þrek og þol í lífsgönguna.

Þessi birta getur fylgt okkur svo áfram á stigum lífsins, þó að einhverjir, sem á sínum tíma gáfu þessa birtu séu látnir.

Mýkt.

Fuglar, dúfur við glugga.

Lágværar og þær sjá einmannaleika.

Ótta sem vex.

Og af hverju skyldi hann vaxa dag frá degi?

Dúfurnar eru mínar.

Hvað er átt við?

Er ég stundum einmanna?

Er ég stundum óttasleginn?

Af hverju?

Og svo kemur tilvitnun í guðspjallamanninn Mattheus:

„sjúkur og þér vijuðuð mín.“

Hér er ort sterkt og kraftmikið af innsæi og dýpt.

Ljóðið, sem ég fór með hér í upphafi og vitnaði í er eftir Ferdinand Jónsson, geðlækni í Lundúnum og er ort á fyrstu mánuðum Covid19 fyrr á þessu ári.

Semsagt í heimsfaraldri.

Ljóðið fjallar um hinn mikla kraft vináttunnar, sem hjálpar fólki yfir fjöll og ár lífsins, sem virðast ófærar.

Hvaða máli skiptir það að einhver vitjar manns þegar manni líður þannig að einnmannleikinn og óttinn virðast hafa tekið yfirhöndina hjá manni?

Manni finnst maður ekki ráða neitt við neitt.

Þetta hefur maður upplifað í stormum og stillum lífsins með einum eða öðrum hætti.

Í vikunni, sem leið stóð stórum stöfum á baksíðu eins dagblaðsins:

Einsemd er átakanleg og dauðans alvara.“

 Þetta eru orð að sönnu en því miður stór veruleiki.

Hvað veldur?

Það að einhver skuli láta mann varða sig er ómetanlegt.

Til dæmis: með brosi, hlýju, gleði, suðningi, skilaboðum í bréfi, á korti, í snjalltæki, með símtali eða heimsókn.

Tilbúinn að hlusta og sýna nærveru, sanna.

Treður sér ekki inn fyrir svæði manns.

Skammar ekki undir rós eða er í sektarkenndarfasa einhverjum.

Er ekki að ráðleggja yfir mann með orðræðum og tilmælum.

Heldur bara hlustar, sýnir samhyggð, samstöðu í orði og verki.

Er einlæg eða einlægur með virðingu og öllu sönnu og góðu.

Gefur af auðlegð hjarta síns.

Tengir frá hjarta til hjarta.

Er stöðug eða stöðugur í kærleika.

Í fyrra Jóhannesarbréfi segir einmitt:

„Guð er kærleikur og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum.“

 Vinarþel, kærleiksþel er ómetanlegt og svo undur fallegt eins og kærleikurinn.

Til dæmis: geta tilbrigði vináttunnar, svipbrigði og blær gefið styrk, þrek og kraft í krefandi og stundum í allt að óyfirstíganleg verkefni, sem lífið færir manni stundum.

Við erum hér á jörð.

Við getum lýst hvort öðru á góðan hátt í blíðu og stríðu.

Guð sendi okkur son sinn í þennan heim til að sýna okkur að trú, von og kærleikur sigra.

Jesús Kristur treysti okkur til að vera náunga okkar náungi í orði og verki.

Jesús sýndi okkur með fordæmi sínu og lífi að lífsgæði eru það að vera umkominn að veita öðrum eitthvað gott.

Matteus rís.

„Sjúkur var ég og þér vitjuðuð mín.“

Amen.

Helgistund 22. nóvember – streymi

Helgistundi í umsjón sr. Sigurðar Arnarson, verður sýnd sunnudaginn 22. nóvember kl. 11:00 á facebook síðu safnaðarins.

Helgistund 15. nóvember í umsjón dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar, héraðstprests

Helgistund á netinu þann 15. nóvember kl.11:00 annast dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur.  Umfjöllunarefni dr. Sigurjóns er að þessu sinni: Kirkjuklukkur.  Tónlistarflutning annast dr. Sigurjón ásamt dr. Sigurði Grétari Júlíussyni.  Slóðina fyrir stundina má finna hér: https://www.facebook.com/387710974680/videos/373825687040547

Umfangsmiklum endurbótum á austur- og norður hlið Kópavogskirkju fer senn að ljúka (ekki liggur dagsetning enn fyrir) en þær hafa staðið yfir síðustu mánuði.  Skipt hefur verið um rúðugler og gluggar endurbættir en verkið annast fyrirtækið Fagsmíði.  Gerverk Gerðar Helgadóttur á þessum hliðum var tekið niður og sent til viðgerðar í Þýskalandi hjá Oidtmann verkstæðinu í Linnich.  Viðgerð á verki Gerðar er lokið og fljótlega mun það verða sett upp af starfsmönnum Oidtmanns fyrirtækisins.  Meðfylgjandi myndir voru teknar nýverið.

Helgistund 15. nóvember – Kirkjuklukkur

Sunnudaginn 15. nóvember kl.11:00 verður streymt helgistund á facebook síðu Kópavogskirkju.  Stundina annast dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur.  Hann mun fjalla um kirkjuklukkur og leika lög þeim tengd og jólunum sem eru ekki langt undan. Dr. Sigurjón mun einnig leika á saxafón í stundinni og dr. Sigurður Júlíus Grétarsson, leikur með á gítar.

Ljósberi

Miðvikudaginn 11. nóvember barst Kópavogskirkju einstök gjöf, bænaljósastandur frá hjónunum Maríu Önnu Clausen og Ólafi Vigfússyni og sonum þeirra Andra og Vigfúsi. Gjöfin er gefin í minningu sonar þeirra og bróður, Egils Daða Ólafssonar, sem lést árið 2018. Listamaðurinn Sigurður Árni Sigurðsson hannaði og gerði verkið og er það gert með Kópavogskirkju í huga. Um þetta má lesa á vefnum: https://kirkjan.is/frettir/frett/2020/11/12/Ljosin-sem-lysa/

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta

Barna- og fjölskyldumessa verður á sínum stað á netinu að þessu sinni.

Stúlkur í 7. bekk í Kársnesskóla syngja nokkur lög og Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir leiðir stundina ásamt sunnudagaskóla starfsfólki.

Það mun birtast hér að neðan og á Facebook síðu Kópavogskirkju klukkan 11:00 þann 8. nóvember

Ýtið hér til að sjá tengilinn á Facebook

Minningargjöf

Föstudaginn 6. nóvember færðu börn Steinars Steinssonar og Guðbjargar Jónsdóttur 200 þúsund krónur í minningu þeirra með ósk um að féið renni til viðgerðar á listaverki Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju.
Steinar og Guðbjörg bjuggu í Kópavogi frá árinu 1954, lengstum í Holtagerði.  Þau voru í hópi þeirra, sem lögðu víða hönd á plóg við uppbyggingu Kópavogs meðal annars með framlögum til hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar þegar það var var reist á sínum tíma.  Kópavogskirkja var í miklum metum hjá þeim enda sóknarkirkja þeirra.  Fjölmargar kirkjulegar athafnir innan fjölskyldunnar hafa farið fram í kirkjunni.  Gjöfinn veittu viðtöku fyrir hönd Kópavogskirkju, prestar og djákni kirkjunnar.
Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri.