Archive for month: febrúar, 2023
Vetrarhátíð í Kópavogi – Vídeóverk
/in Fréttir/by Grétar Halldór GunnarssonNýju vídeóverki eftir Þórönnu Björnsdóttur verður varpað á austurhlið Kópavogskirkju á Vetrarhátíð frá 18 – 23, föstudagskvöldið 3. febrúar og laugardagskvöldið 4. febrúar.
„Vídeóverk Þórönnu er í samtali við dulspekilega myndlist Gerðar Helgadóttur og hið alsjáandi auga sem finna má í nokkrum listaverkum Gerðar, meðal annars í tillögum að altaristöflu fyrir Kópavogskirkju. Þóranna vinnur í verki sínu úr nýjum upptökum af augum og augnatilliti tæplega hundrað Kópavogsbúa. Augun, kvik, spurul, leitandi, snörp og alsjáandi munu leika um útvegg kirkjunnar á Vetrarhátíð í draumkenndu og hugvíkkandi verki sem minna á óravíddir hugans og hins innra lífs. Listamaðurinn Vikram Pradhan aðstoðaði við gerð verksins.
Inni í rökkvaðri Kópavogskirkju mun hljóðverk Þórönnu, Altarishljóð fyrir Kópavogskirkju, hljóma á klukkutímafresti kl. 18.30, 19.30, 20.30, 21.30 og 22.30, föstudagskvöldið 3. febrúar, á Safnanótt. Verkið er um fimmtán mínútur í flutningi.
Altarishljóð fyrir Kópavogskirkju voru samin að beiðni Salarins í Kópavogi og frumflutt á tónleikunum Óður til Kópavogs sem fram fóru í maí 2022.Altarishljóð eru hversdagsleg hljóð sem Þóranna fann í umhverfi Kópavogs. Innblásin af ýmsu úr sögu bæjarins og menningu mótaði hún úr hljóðupptökum hljóð – og tónvefnað og aðlagaði að hljómburði Kópavogskirkju. Með verkinu vill Þóranna tengjast kyrrð hússins og vera í samspili við hljóðlát skilaboð þeirra töfrandi listaverka sem í kirkjunni eru er túlka kristna trúarheimspeki og lyfta huganum til andlegra hugleiðinga.“
Um Kópavogskirkju
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is.
Kirkjuvörður er Hannes Sigurgeirsson, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is, sími 898 8480.
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.
Nýjustu Fréttir
Fermingarmessa og sunnudagaskóli 26/03/23mars 21, 2023 - 9:20 f.h.
Messa og Sunnudagaskóli 19/03/23mars 17, 2023 - 10:37 f.h.
Messa og sunnudagaskóli 12/03/23mars 8, 2023 - 11:36 f.h.
Hugvekjur á Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnarmars 5, 2023 - 11:12 e.h.
Æskulýðsdagurinn í Kópavogskirkju kl. 11:00 5. mars 2023mars 1, 2023 - 3:54 e.h.