„Þar sem ég má næðis njóta“

Annan í hvítasunnu, mánudaginn 5. júní kl. 18:00 verður opnuð listsýning Guðbjargar Lindar Jónsdóttur í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgum (skáhalt gengt Gerðarsafni).  Sýningin samanstendur af úrvali verka úr eigu listamannsins.  Kór unglinga frá Lúxemborg mun syngja nokkur lög í tilefni opnunarinnar.  Viðfangsefni Guðbjargar Lindar hafa löngum tengst vatni, fyrst fossum og síðar sjávarfletinu þar sem eyjar og bátar fljóta á yfirborðinu eða fjallshlíðar og eyrar teyja sig út á hafflötinn.  Í verkum Guðbjargar Lindar segir af ferðalagi á vit veraldar þar sem skyna má hið upphafna í sjálfum einfaldleikanum.  Sýningin er opin virka daga á milli 09:00-13:00 (lokað í júlí) og eftir samkomulagi (kopavogskirkja@kirkjan.is) www. gudbjorglind.is

Allir hjartanlega velkomnir.