Barna- og fjölskylduguðsþjónusta

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður sunnudaginn 3. október kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir leiðir stundina ásamt sunnudagskólaleiðtogum. Börn úr Kársnesskóla syngja undir stjórn Þóru Marteinsdóttur.

Mál dagsins 28. september

Mál dagsins verður 28. september kl.14:30-16:00, Stundin hefst á samsöng undir stjórn Lenku Máteóvá og Friðriks Kristinssonar. Klukkan 15:10 heldur Hildur Hákonardóttir erindi um „Biskupsfrúr í Skálholti“. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og með því og lýkur stundinni klukkan 16:00 með stuttri bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins 14. september n.k. kl. 14.30

Mál dagsins þriðjudaginn 14. septmeber n.k. kl.14:30-16:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Friðrik Kristinsson, kórstjóri og Lenka Mátéová, kantor leiða samsöng.  Stefán Hilmarsson syngur frá 15.10 til 15.30 við undirleik Þóris Úlfarssonar.  Stundinni lýkur með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir. 

Mál dagsins hefst aftur þriðudaginn 7. september n.k. kl.14:30

Mál dagsins hefur aftur göngu sína þriðjudaginn 7. septmeber n.k. kl.14:30-16:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Friðrik Kristinsson, kórstjóri og Lenka Mátéová, kantor leiða samsöng.  Flutt verður svo 20 mínútna erindi og kaffi drukkið kl.15:30.  Stundinni lýkur með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.

Helgistund 5. september í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11:00

Helgistund verður í safnaðarheimilinu Borgum sunnudaginn 5. september n.k. kl.11:00.  Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, prédikar og þjónar fyrir altari.  Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová.  Allir hjartanlega velkomnir.

Sunnudagaskólinn hefst 19. septmeber kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum

Hjördís Perla Rafnasdóttir og Laufey Brá Jónsdóttir, guðfræðingar leiða sunnudagaskólann í vetur.  Stundirnar eru að öllu jöfnu í safnaðarheimilinu Borgum en einu sinni í mánuði tekur skólinn þátt í barna- og fjölskylduguðsþjónustu í safnaðarheimilinu.  Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt og allir hjartanlega velkomnir.