Fermingar vorið 2018

Síðsumarnámskeið verður 14. til 17. ágúst, 2018 frá kl. 9:15-12:30 í safnaðarheimilinu Borgum.  Skráningarblöð má nálgast með að senda tölvupóst á: kopavogskirkja@kirkjan.is

 Vetrarfermingarfræðsla verður vikulega næsta vetur eftir samkomulagi.

 

Messur 20. ágúst 2017 og 28. janúar 2018 og fundur með foreldrum eftir messu. 

Mikilvægt er að foreldrar og fermingarbörn komi á þessa fundi.

 

Í haust förum við í Vatnaskóg og dveljum þar í einn dag. Farið verður í Vatnaskóg 18. október  kl. 8:30 frá Kópavogskirkju og komið til baka að Kópavogskirkju eftir kvöldmat í Vatnaskógi.

 

Sameiginlegir fermingarfræðslutímar (fyrir bæði síðsumarfræðslu- og vetrarfræðsluhóp): 3. janúar og 13. mars 2018 frá kl. 09:30-12:15 í safnaðarheimilinu Borgum.

 

Aukatímar gætu orðið á laugardögum kl. 11:00 ef einhverjir komast ekki á fyrirframskipulögðum fræðslutímum.Það yrði auglýst síðar.

 

 

Bækurnar sem eru notaðar heita: Con Dios og Kirkjulykill (fást í bókabúðum og Kirkjuhúsinu á Laugarvegi).  Hægt er að fá Nýja testamenntið gefins hjá okkur og Sálmabókin er lánuð.

 

Einnig er ef til vill hægt að semja við við fermingarbörn frá síðustu árum um not eða kaup á bókinni.

 

Mikilvægt er að eignast bókina strax, svo við getum verið samferða í tímunum. Einnig skal hafa með sér í alla tíma A4 verkefnabók.

 

Messur í vetur!

Fermingarbörnin eru hvött til að sækja helgihald eins vel og unnt er og að sjálfsögðu allir velkomnir með þeim.

 

Í helgihaldið eru fermingarbörnin beðin um að  taka með sér „Kirkjulykilinn“  og fylla út sérstök kirkjusóknarblöð í bókinni.

 

Fermingarbörn skrá sig hjá kirkjuverði eftir hverja messu.

 

Foreldrar eru einnig hvött til að sækja helgihaldið með sínum unglingum.

 

Í messunum og guðsþjónustunum er beðið um að fermingarbörn taki tillit til annarra kirkjugesta og hafa í huga að þau eru á helgum stað.  Beðið eru um að farsímar (snjallsímar) séu alls ekki í notkun á meðan helgihaldinu stendur, það sé slökkt á þeim.

Við, sem söfnuður, eigum saman kirkjuhúsið og safnaðarheimilið.

Íbúar sóknarinnar, sem eru skráðir í þjóðkirkjuna, greiða til kirkjunnar sóknargjöld sem standa undir öllum rekstri hennar. Göngum þess vegna vel um kirkjuna okkar og hugsum vel um han

Fermingardagar 2018  verða sem hér segir:

 

Sunnudagurinn 18. mars, 2018, kl.11:00

 

Pálmasunnudagur 25. mars , 2018, kl.  11:00

 

Skírdagur 29. mars, 2018, kl. 11:00

 

Fermingarbörn geta valið fermingardaga eins og undanfarin ár. Hver ferming tekur mislangan tíma en það fer eftir fjölda fermingarbarna hverju sinni.  Allir eru að sjálfsögðu velkomnir í fermingarnar.

 

Æfingar fyrir fermingarmessur eru í Kópavogskirkju:

 

Sunnudaginn 18. mars, kl. 11:00, þá verður æft 15 og 16. mars kl. 16:00-17:00

 

Pálmasunnudag 25. mars, kl. 11:00, þá verður æft 22. og 23. mars kl. 16:00-17:00.

 

Skírdag 29. mars, kl.11:00, þá verður æft  26. og 27. mars, kl. 10:00-11:00.

 

Kópavogskirkja á heimasíðu:

www.kopavogskirkja.is

Þar leitumst við að hafa allar upplýsingar um starfið og ýmsa aðra þætti.

Fermingarfræðslugjald er 19.146 krónur samkvæmt ákvörðun Innanríkisráðuneytisins (ef gjaldskrá breytist verður það kynnt sérstaklega).

Greiðslukröfur koma í heimabanka fyrir síðsumarsfræðsluna í byrjun ágúst.

Ef óskað er eftir að greiða gjaldið síðar vinsamlega sendið tölvupóst á netfagnið: sigurdur.arnarson@kirkjan.is

VIÐ NOTUM TÖLVUPÓST Í SAMSKIPTUM

MIKILVÆGT AÐ FÁ NETFÖNG FERMINGARBARNA OG FORELDRA TIL AÐ ALLAR UPPLÝSINGAR BERIST GREIÐLEGA.  Allar upplýsingar varðand safnaðarstarfið verða birtar á www.kopavogskirkja.is