Bleik messa 31. október kl.11:00 í Kópavogskirkju

Bleik messa í tilefni af bleikum október sunnudaginn 31.október kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Hugleiðing: Ragnheiður Haraldsdóttir hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi forstjóri Krabbameinsfélagsins. Konur úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Peter Máté. Konur lesa ritningarlestra og bænir.

Sunnudagaskólinn 31. október n.k. kl.11:00

Sunnudagaskóli verður 31. október n.k. kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Gleði og fræðsla í bland fyrir fólk á öllum aldri.  Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins 26. október

Mál dagsins þriðjudaginn 26. október n.k. hefst kl. 14:30 með samsöng. Um kl. 15:10 flytur sr. Arna Ýr Sigurðardóttir erindi sem nefnist „Draumarö speill sálarinnar“. Kl. 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur með bæn og blessun kl. 16:00. Allir hjartanlega velkomnir.

Mánudaginn 25. október falla niður vetrarfermingarfræðsla og starf fyrir börn í 1-3 bekk.

Mánudaginn 25. október falla niður vetrarfermingarfræðsla og starf fyrir börn í 1-3 bekk. Er þetta vegna þess að það er vetrarfrí í skólum 25-26 október.

Fögnum endurbótum í Kópavogskirkju

Kópavogskirkja opnar aftur eftir endurbætur

Sunnudaginn 24. október n.k. kl.11:00 verður því fagnað í guðsþjónustu í Kópavogskirkju að endurbótum á steindum gluggum Gerðar Helagdóttur og umgjörð þeirra er lokið en þær hafa staðið með hléum frá júní 2018. Í guðsþjónustunni mun sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédika og fyrir altari þjóna sr. Sjöfn Jóhannesdóttir og Ásta Ágústsdóttir, djákni. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Peter Máté. Anna Maria Tabaczynska leikur á flautu. Kirkjan verður svo opin á eftir guðsþjónstunni til kl.15:00 og gefst þá gestum að virða endurbæturnar fyrir sér. Kl. 12:30-12:50 segir sr. Sigurður frá endurbótunum og verki Gerðar. Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins 19. október

Mál dagsins hefst þriðjudaginn 19. október kl.14:30 með samsöng undir stjórn Gríms Sigurðssonar og Lenku Mátéová.  Kl.15:05 heldur sr. Þorvaldur Karl Helgason, fyrrum biskupsritari erindi um „Halaveðrið“.  Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og með því og stundinni lýkur með bæn og blessun kl.16:00.  Allir hjartanlega velkomnir.

Sunnudagaskóli

Sunnudagaskólinn verður næst 24. október n.k. kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Gleði og kærleikur ráða þar ríkjum undir leiðsögn guðfræðinganna: Hjördísar Perlu Rafnsdóttur og Laufeyjar Brár Jónsdóttur.  Góðir gestir koma í heimsókn.  Allir hjartanlega velkomnir.

Sunnudagaskóli 17. október kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.

Sunnudagaskóli verður 17. október n.k. kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Laufey Brá Jónsdóttir og Hjördís Perla Rafnasdóttir, leiða starfið.  Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta 17. október kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 17. október kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, prédikar og þjónar fyrir altari.  Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová.