Entries by Sigurður Arnarson

Prédikun dr. Karls Sigurbjörnssonar á gamlársdag í Kópavogskirkju

Kópavogskirkja, gamlárskvöld 2016 Lexía gamlárskvölds er úr Harmljóðunum:   En þetta vil ég hugfesta og þess vegna vona ég: Náð Drottins er ekki þrotin, miskunn hans ekki á enda,hún er ný á hverjum morgni, mikil er trúfesti þín. Drottinn er hlutdeild mín, segir sál mín, þess vegna vona ég á hann. Góður er Drottinn þeim er […]

Aftansöngur á aðfangadag kl. 18:00

Aftansöngur verður í Kópavogskirkju á aðfangadag, 24. desember n.k. kl. 18:00.  Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar og sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur þjónar fyrir altari.  Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Tónlist verður flutt í kirkjunni frá kl. 17:30.  Allir að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir.

Kirkjuhlaup í Kópavogi

Kirkjuhlaup í Kópavogi verður miðvikudaginn 14. desember n.k. kl. 17:30 frá Hjallakirkju.  Sungin verður jólasálmur og svo lagt af stað.  Hlaupið er í samvinnu við Þríkó hópinn í Breiðabliki.  Boðið er upp á 7 km eða 11 km leið á milli kirkna og kapella í Kópavogi.  Að loknu hlaupi er boðið upp á hlaupavænar veitingar í […]

Mál dagsins 13. desember

Mál dagsins þann 13. desember hefst að venju kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Um kl. 15:10 munu prestarnir Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og Guðmundur Karl Brynjarsson segja frá nýútgefnum bókum sínum.  Kl. 15:30 verður drukkið kaffi.  Stundinni lýkur með bæn og blessun kl. 16:00.  Næsta Mál dagsins eftir jólafrí verður […]