Entries by Sigurður Arnarson

Mál dagsins 8. nóvember

Mál dagsins 8. nóvember hefst að venju kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar.  Klukkan 15:10-15:30 heldur Gestur Jónsson, hæstarréttarlögmaður erindi.  Kl.15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn.  Allir hjartanlega velkomnir.

Sunnudagasmiðja

Við erum gríðarlega ánægð með þann áhuga sem skapast hefur í kringum sunnudagssmiðju kirkjunnar en um er að ræða starf sem er frábrugðið hefðbundna sunnudagaskólanum.    Krakkarnir sem mæta í Borgir klukkan 11.00 á sunnudagsmorgnum hafa verið að vinna með ýmis listform, nú síðast leiklist. Þemað í vinnunni er kærleikur og hefur margt fallegt fæðst […]

Guðsþjónusta (allra heilagra messa) 6. nóvember kl. 11:00

  Sunnudaginn 6. nóvember n.k. verður guðsþjónusta á “Allra heilagra messu” í Kópavogskirkju kl. 11:00.  Þá er þeirra sérstaklega minnst, sem eru látin. Beðið verður með nafni fyrir þeim, sem sóknarprestur Kópavogskirkju hefur jarðsungið  á tímabilinu 20. október 2015- til 20. október 2016 og aðstandendum þeirra er boðið sérstaklega til guðsþjónustunnar.  Sigurður Arnarson, sóknarprestur mun prédika […]

Heimsókn frá Hjálparstarfi kirkjunnar á æskulýðsfundi

Þau Ahmed og Million, sem starfa hjá Lútherska heimssambandinu í Eþjópíu komu í heimsókn á æskulýðsfund nýverið.  Sögðu þau frá vatnsbrunnaverkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþjópíu og fræddu okkur um land og þjóð.  Meðfylgjandi myndir voru teknar á fundinum og forsíðumyndin af æskulýðsleiðtogunum að læra eþjópískan dans.

Bæn vegna stríðsátaka í Aleppo og beiðni um að kirkjuklukkum verði hringt

Nýverði barst bréf frá biskupi Íslands til presta og formanna sóknarnefnda.  Í bréfinu segir meðal annars: Eins og fréttir herma er saklaust fólk limlest eða lætur lífið í stríðsátökunum í Aleppo í Sýrlandi þessa dagana. Ráðamenn virðast ekki geta fundið lausn til friðar og uppbyggingar. Hugmynd finnska prestsins Teemu Laajasalo í Kallio sókn í lútersku […]

Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð

Nýverið var bókin „Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð“ gefin út af Skálholtsútgáfunni. Í bókmenntaguðsþjónustu sunnudaginn 30. október kl. 11:00 í Kóapvogskirkju mun þýðandi bókarinnar dr. Grétar Halldór Gunnarsson fjalla um bókina í stað prédikunar.  Lesnir verða textar úr bókinni.  Kór Kópavogskirkju mun syngja undir stjórn Lenku Mátéová.  Sr. Sigurður Arnarson […]

Guðsþjónusta 23. október kl. 11:00

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju 23. október n.k. kl. 11:00.  Afrískir fulltrúar á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar segja frá og kynna starfsemina í Afríku.  Hanna Ágústa Olgeirsdóttir, nemandi úr Söngsskólanum í Reykjavík syngur einsöng.  Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Allir hjartanlega velkomnir.