Guðsþjónusta 14. maí og fundur um fermingar vorið 2018

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 14. maí kl. 11:00 í Kópavogskirkju.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur, djákna.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Til guðsþjónustunnar er sérstaklega boðið fermingarbörnum vorsins 2018 og forsjárfólki þeirra.  Eftir guðsþjónustuna verður fundur í kirkjunni um fermingarnar framundan og skráning fer fram í fermingarfræðsluna.