Jólaball í safnaðarheimilinu Borgum
Sunnudaginn 6. desember s.l. var haldið jólaball í safnaðarheimilinu Borgum. Dansað var kringum jólatré og jólasveinn kom í heimsókn. Meðfylgjandi myndir voru teknar á ballinu.
Sunnudaginn 6. desember s.l. var haldið jólaball í safnaðarheimilinu Borgum. Dansað var kringum jólatré og jólasveinn kom í heimsókn. Meðfylgjandi myndir voru teknar á ballinu.
Mál dagsins verður 15. desember n.k. og hefst að venju kl. 14:30 með samsöng í umsjón Lenku Matéová og Friðriks Kristinssonar. Klukkan 15:10-15:30 mun Marta Johnsson, skókaupakona í Lundúnum flytja erindi. Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 13. desember n.k. kl. 11:00. Börn frá leiksskólanum Kópasteini flytja helgileik. Sunnudagaskólinn tekur þátt í stundinni, sem er leidd af sr. Sigurði Arnarsyni, Þóru Marteinsdóttur. Lenka Mátéová annast undirleik. Allir hjartanlega velkomin.
Mál dagsins fellur niður þriðjudaginn 8. desember. Síðasta samvera fyrir jól verður þriðjudaginn 15. desember kl. 14.30.
Vegna veðurs falla hádegisbænir niður í dag, þriðjudaginn 1. desember 2015.
Grafarvogskirkju 10. desember kl. 20:00
Oft er erfitt að horfa fram til jóla þegar ástvinur hefur fallið frá. Samveran er sérstaklega hugsuð til að styðja fólk í þessum aðstæðum.
Jólasálmar
Hamrahlíðarkórinn
Ritningarlestrar
Prestur: Sr.Sigurður Grétar Helgason
Hugvekja: K. Hulda Guðmundsdóttir, Nýrri dögun
Minningarstund: Kirkjugestir geta tendrað ljós og minnst þannig látinna ástvina sinna
Samveran er túlkuð á táknmáli
Léttar veitingar og spjall eftir stundina
Landspítalinn, Þjóðkirkjan og Ný dögun
2015
Mál dagsins 1. desember fellur niður vegna slæms veðurútlits. Næsta “Mál dagsins” verður þriðjudaginn 8. desember n.k. Allir velkomnir
Barna- og fjölskyldustund verður í Kópavogskirkju 6. desember n.k. kl. 11:00. Börn úr Kársnesskóla syngja undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Sunnudagaskólinn tekur þátt og umsjón hafa: Ásta Ágústsdóttir, djákni, Þóra Marteinsdóttir og Bjarmi Hreinsson. Jólaball verður á eftir í safnaðarheimilinu Borgum. Allir hjartanlega velkomnir.
Í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags verður haldið málþing í Háteigskirkju (Setrinu, 1. hæð), þriðjudaginn 8. desember kl. 16 undir yfirskriftinni “Biblían okkar og framtíðin”.
Á málþinginu verða flutt þrjú erindi:
Málstofustjóri: Valgeir Ástráðsson.
Boðið verður upp á kaffisopa. Verið hjartanlega velkomin!
“Ég hef augu mín til fjallanna”
Í ár er Hið íslenska biblíufélag 200 ára og hefur því verið fagnað með ýmsum viðburðum frá því í janúar. Síðasti viðburðurinn í tilefni afmælisins verður haldinn í Dómkirkjunni föstudaginn 11. desember kl. 20 en þar munu Margrét Hannesdóttir, sópran og Hólmfríður Sigurðardóttir, píanóleikari, flytja tónlist sem samin hefur verið við texta Biblíunnar. Tónlistin sem flutt verður er bæði íslensk og erlend og má þar nefna Ljóðaljóð Páls Ísólfssonar, Biblíuljóð Dvořáks sungin á íslensku og Rejoice úr Messíasi eftir Händel. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Nú er lokið við að fylla í sprungur á ytra birgði kirkjunnar og beðið eftir veðri til að “sílanþvo” hana að utan. Til þess þarf að vera frostlaust og þurrt. Það verk tekur einn dag og að því loknu er hægt að mála kirkjuna. Vonast er til að þessum framkvæmdum ljúki sem fyrst.
Í vor verður síðan unnið við trélista við glerlistaverk Gerðar Helgadóttur. Meðfylgjandi mynd var tekin af kirkjunni 23. nóvember s.l.
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is
Tónlistarstjóri: Elísa Elíasdóttir: elisaeliasdottir@gmail.com
Kirkjuvörður er Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.