Entries by Ásta Ágústsdóttir

Mál dagsins 14. september n.k. kl. 14.30

Mál dagsins þriðjudaginn 14. septmeber n.k. kl.14:30-16:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Friðrik Kristinsson, kórstjóri og Lenka Mátéová, kantor leiða samsöng.  Stefán Hilmarsson syngur frá 15.10 til 15.30 við undirleik Þóris Úlfarssonar.  Stundinni lýkur með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir. 

Vegna covid 19

Vegna hertra sóttvarnareglna verður breyting á starfi í Kópavogskirkju. Guðsþjónustur á sunnudögum falla niður í október, sunnudagaskóli fellur einnig niður í október . Barna- og æskulýðsstarf verður óbreytt á fimmtudögum. Vetrarfermingarfræðsla á mánudögum, fellur niður í október. Mál dagsins fellur niður í október mánuði. Prjónahópur fellur niður í október. Við allar athafnir svo sem skírnir […]

Skrifstofan lokuð vegna sumarleyfa

Vegna sumarleyfa verður ekki viðvera á skrifstofu Kópavogskirkju frá 6. júlí til og með 13. ágúst n.k. Hægt er að ná sambandi við sr. Sjöfn Jóhannesdóttur, settan sóknarprest með tölvupósti sjofnjo@simnet.is eða í síma 892 7651. Einnig verður kirkjuvörður Hannes Sigurgeirsson að störfum í sumar, hægt er að ná sambandi við hann með tölvupósti kirkjuvordur@kopavogskirkja.is […]

Helgistund í Digraneskirkju 14. júní kl. 11.00

Sameiginleg helgistund Kópavogs-, Digraness- og Hjallakirkju í Digraneskirkju sunnudaginn 14. júní kl 11.00 Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir settur sóknarprestur Kópavogskirkju leiðir stundina ásamt Sólveigu Sigríði Einarsdóttur organista Digraneskirkju. Kaffi og kex í safnaðarheimili að lokinni stundinni.

Helgistund á sjómannadaginn 7. júní

Sameiginleg helgistund Kópavogs-, Digranes- og Hjallakirkju á sjómannadag kl. 11.00, í safnaðarheimili Kópavogskirkju Borgum. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, settur sóknarprestur flytur hugvekju og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. Tónlistin ber merki sjómannadagsins og munu þeir Páll Elíasson og Hannes Sigurgeirsson leika á harmonikkur.

Hátíðarguðsþjónusta á hvítasunnudag kl. 11.00

Hátíðarguðsþjónusta í Kópavogskirkju á hvítasunnudag kl. 11.00. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, settur sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. Þetta verður síðasta guðsþjónustan í kirkjunni fyrir viðgerðir á gluggum Gerðar Helgadóttur sem fram fara síðar í sumar. Eftir hvítasunnu færist allt helgihald kirkjunnar í kapellu í safnaðarheimilinu Borgum