Barna- og fjölskylduguðsþjónusta 18. september n.k.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 18. september kl. 11:00.  Sr. Sigurður Arnarson og Ásta Ágústsdóttir, leiða stundina.  Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Álfheiðar  Björgvinsdóttur.  Hljómsveit með Bjarma Hreinssyni og fleirum leikur undir.  Á eftir barna- og fjölskylduguðsþjónustunni verður stuttur fundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra.  Allir velkomnir.