Mál dagsins hefst 6. september n.k.

Mál dagsins hefst á ný eftir sumarleyfi þriðjudaginn 6. september n.k. kl. 14.30. Stundin hefst með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar kórstjóra Karlakórs Reykjavíkur og Lenku Mátéová kantors Kópavogskirkju. Sr. Auður Inga Einarsdóttir prestur mun segja frá störfum sínum. Að sjálfsögðu verður svo kaffi og meðlæti að loknu erindi hennar. Haustferð verður farin þann 20. september kl. 9.30 frá safnaðarheimilinu Borgum. Nánar auglýst síðar. Allir hjartanlega velkomnir.