Óperuganga á Borgarholti

Óperudagar í Kópavogi
1. – 5. júní 2016 

Óperudagar í Kópavogi er ný óperuhátíð skipulögð af ungu tónlistarfólki. Hátíðin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.

Á hátíðinni geta gestir farið í Óperugöngu og Krakkagöngu í hjarta bæjarins; ný íslensk FótboltaÓpera verður frumflutt og tvær stuttar óperuuppfærslur, Selshamurinn og Poppea Remixed, líta dagsins ljós í Leikfélagi Kópavogs.
Í Gerðarsafni er boðið upp á fjölbreytta dagskrá, þar á meðal hollenska popp-dúóið Sommerhus, sem leikur hugljúf lög í Garðskálanum í kvöld, miðvikudaginn 1. júní, og kabarettkvöld í Garðskálanum á föstudaginn 3. júní. Óperuganga og Krakkaganga með óvæntum atriðum hefst einnig í Gerðarsafni og fara göngurnar fram á föstudag til sunnudags.

Hér að neðan má sjá alla dagskrá Óperudaga en allir viðburðir eru ókeypis fyrir utan hádegistónleika í Salnum.

Opera Days in Kópavogur
1. – 5. June 2016 

Today is the first day of Opera Days in Kópavogur, a new opera festival organized by young musicians. The festival is the first of its kind in the country and offers a variety of performances during 1-5 of June.

The program in Gerðarsafns includes the dutch pop duo Sommerhus, which will plays in our restaurant Garðskálinn tonight, Wednesday, June 1, and a cabaret evening in Garðskálinn on Friday June 3. Opera Walks and Krakkaganga also begins in Gerðarsafn and takes place Friday to Sunday.

Below you can see the entire program for Opera Days, all events are free except the noon concerts in Salurinn.

Miðvikudagur 1. júní

12:15 – 13:00 – Fjárlaganefndin syngur í Salnum, Kópavogi
13:30 – 14:30 – Spjall og spurningar í Bókasafni Kópavogs
20:00 – 21:00 – Stofutónleikar í heimahúsi
20:00 – 21:00 – Selshamurinn, frumsýning í Leikfélagi Kópavogs
20:30 – 23:00 – Sommerhus í Garðskálanum

Fimmtudagur 2. júní

09:30 – 11:30 – Masterklass með Kristni Sigmundssyni í Salnum Kópavogi
12:15 – 12:50 – Hrikalegur Händel í Salnum í Kópavogi
13:00 – 15:00 – Masterklass með Kristni Sigmundssyni í Salnum í Kópavogi
20:00 – 21:00- Selshamurinn í Leikfélagi Kópavogs, 2.sýning

Föstudagur, 3. júní 

09:30 – 11:30 – Masterklass með Kristni Sigmundssyni
11:50-13:00 – Krakkaganga (hefst í Gerðarsafni)
12:15-12:50 – Fuglar og fjara í Salnum í Kópavogi
13:00 – 15:00 – Masterklass með Kristni Sigmundssyni í Salnum
18:00 – 19:45 – Óperuganga (hefst í Garðskálanum í Gerðarsafni)
20:00-21:00 – Poppea Remixed í Leikfélagi Kópavogs – frumsýning
20:30 -23:00 – Kabarettkvöld og opið hús í Garðskálanum, Gerðarsafni.

Laugardagur, 4. júní 

12:15 – 12:50 – Brahms og Bel Canto í Salnum Kópavogi
13:30-14:45 – Krakkaganga (hefst í Gerðarsafni)
15:30-17:15 – Óperuganga (hefst í Garðskálanum í Gerðarsafni)
18:00 – 19:00 – Poppea Remixed í Leikfélagi Kópavogs

20:00 -21:00  – Stofutónleikar í heimahúsi

Sunnudagur 5. júní

12:15 – 12:50 – Amerikanische Songs & German Lieder í Salnum Kópavogi
13:30-14:45 – Krakkaganga (hefst í Gerðarsafni)
15:30-17:15 – Óperuganga (hefst í Garðskálanum í Gerðarsafni)
20:00 -22:00 Lokatónleikar í Salnum í Kópavogi