Frumsýning á nýju fermingarmyndbandi

Komið þið sæl

Nú frumsýnum við nýtt fermingarmyndband sem ber heitið „Mitt er valið“ og er ætlað að kynna fermingarfræðslu Þjóðkirkjunnar. Myndbandið var unnið af Risamyndum í samstarfi við fræðslusvið Biskupsstofu.

Einnig höfum við nú sent út fermingarbækling til allra barna sem fædd eru 2003 og skráð í Þjóðkirkjuna og ætti hann að koma til þeirra í dag og á allra næstu dögum.

Með þessu samstillta átaki komum við til móts við nýja tíma og hefjum hauststarfið af krafti.

Myndbandið sýnir á hnitmiðaðan og skemmtilegan hátt hvað fermingarfræðslan er og vekur vonandi upp áhuga og gagnlegar spurningar sem öllum er hollt að velta fyrir sér. Myndbandið og bæklinginn má sá á ferming.is sem er upplýsingavefur fyrir fermingarbörn 2017. Eins má finna myndbandið á YouTube og á Facebook (undir Mitt er valið).

Við hvetjum ykkur til að vera dugleg að dreifa því sem víðast og taka þátt í þessu með okkur.

Bestu kveðjur,

Elín Elísabet Jóhannsdóttir

Hildur Björk Hörpudóttir

Fræðslusviði Biskupsstofu