Entries by Sigurður Arnarson

Guðsþjónusta 13. mars

Guðaþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 13. mars n.k. kl.11:00.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Julian Hewlitt.  Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.  Allir hjaranlega velkomnir.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta á Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar

Barna- og æskulýðsguðsþjónusta verður sunnudaginn 6. mars n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju á Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar.  Nemendur úr 4. bekk Kársnesskóla syngja undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur og einnig nemendur úr Skólakór Vatnsendaskóla undir stjórn Þóru Marteinsdóttir.  Hljómsveit leikur undir.  Sr. Sigurður annast stundina ásamt Þóru og Bjarma Hreinssyni.  Allir hjartanlega velkomnir.

Kúba í miðdepli bænadags kvenna 2016

Alþjóðlegur bænadagur kvenna er haldinn hátíðlegur víða um heim fyrsta föstudag í mars. Hérlendis er löng hefð fyrir bænasamverum á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Vestmannaeyjum, Stykkishólmi, í Miðfirði og á fleiri stöðum. Bænadagssamkoma höfuðborgarsvæðisins verður að þessu sinni haldin í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 20 föstudagskvöldið 4. mars. Unglingagospelkór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Helgu Vilborgar Sigurjónsdóttur sem […]

Guðsþjónusta 28. febrúar

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 28. febrúar n.k. kl.11:00.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Sunnudagaskólinn hefst að venju kl. 11:00.  Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins 23. febrúar

Mál dagsins þann 23. febrúar hefst kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Lenku Máteóvá og Friðriks Kristinssonar.  Klukkan 15:10 segir Sigurbjörn Þorkelsson frá starfi Gídeon félagsins.  Að því loknu verður drukkið kaffi.  Starfinu lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.

Guðsþjónusta á nokkrum tungumálum

Sunnudaginn 21. febrúar næstkomandi verður guðsþjónusta á nokkrum tungumálum. í Kópavogskirkju kl. 11:00.  Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Arnarsyni.  Lesnir verða ritningarlestrar og beðnar bænir á nokkrum tungumálum.  Lesið og beðið verður á: íslensku, þýsku, frönsku, japönsku kúrdísku, persnesku, tékknesku, ensku og fleiri tungumálum. Sungnir verða sálmar […]