Entries by Sigurður Arnarson

Uppskeruhátíð barnastarfsins

Sunnudaginn 17. apríl var barna- og æskulýðsguðsþjónusta í Kópavogskirkju.  Skólakór Kársnes söng undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur.  Hljómsveit sunnudagaskólakennurum lék.  Að lokinni guðsþjónustu var uppskeruhátíð barnastarfsins, þar sem boðið var upp á pylsur og hoppukastala.  Meðfylgjandi myndir voru teknar.

Kirkjuvörður – hlutastarf

Kársnessöfnuður óskar eftir að ráða í starf kirkjuvarðar Kópavogskirkju frá og með 1. júní n.k. Um hlutastarf er að ræða, 60 prósent starfshlutfall með sveigjanlegum vinnutíma. Möguleiki er á að tveir gegni starfinu. Starfssvið: • Dagleg umsjón með kirkju og safnaðarheimili • Umsjón með búnaði • Þjónusta við helgihald • Þrif • Önnur tilfallandi verkefni […]

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta og uppskeruhátíð barnastarfsins

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju 17. apríl n.k.  Sr. Sigurður Arnarson, Ásta Ágústsdóttir og starfsfólk sunnudagskólans leiða stundina.  Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur.  Hljómsveit tekur þátt.  Eftir guðsþjónustuna verður uppskeruhátíð barnstarfsins við safnaðarheimilið Borgir.  Boðið verður upp á grillaðar pylsur og hoppukastalar verða á svæðinu.   Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins

Næsta Mál dagsins verður þriðjudaginn 12. apríl n.k. og hefst að venju kl. 14:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju með samsöng undir stjórn Friðriks A. Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Um kl. 15:10 flytur Þór Sigfússon erindi um „Sjávarklasan“.  Klukkan 15:30 ver

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli 10. apríl

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 10. apríl n.k. kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Sunnudagaskólinn hefst að venju í kirkjunni og flyst síðan í safnaðarheimilið Borgir.  Allir hjartanlega velkomnir.

Fræðslukvöld í Kópavogskirkju á þriðjudagskvöldum

Fyrsta fræðslukvöldið var 5. apríl síðastliðinn, þar sem fjallað var um Guðfræði í nútímatónilst: Nick Cave og Bob Dylan.  Áhugaverð og áheyrileg erindi fluttu þeir Kristján Ágúst Kjartansson og Henning Emil Magnússon.  Næsta fræðslukvöld verður þriðjudaginn 12. apríl n.k. kl. 20:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Þá mun dr. Sigurður Pálsson fjalla um „Milvægi trúaruppfræðslu barna- og […]

Fræðslukvöld í Kópavogskirkju á þriðjudagskvöldum 5. apríl – 3. maí

Kópavogskirkja mun standa fyrir fyrirlestrum öll þriðjudagskvöld í apríl sem og þriðjudaginn 3.maí. Þriðjudaginn 5.apríl verður fjallað um guðfræðistef í tónlist Nick Cave og Bob Dylan. 12.apríl verður rætt um mikilvægi trúaruppfræðslu í fjölmenningasamfélagi. 19.apríl verður helgað fyrirgefningunni. 26.apríl verður fjallað um tilurð þess að Biblían varð almenningseign á Íslandi og áhrif boðskaps hennar á […]

Ljóðaguðsþjónusta

Sunnudaginn 3. apríl n.k. verður „ljóðaguðsþjónusta“ í Kópavogskirkju í samvinnu við ritlistarhóp Kópavogs.  Flutt verða ljóð með ýmsum hætti.  Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Sunnudagaskólinn hefst að venju kl. 11:00 í kirkjunni.  Allir hjartanlega velkomnir.