Entries by Sigurður Arnarson

Mál dagsins 29. mars

Mál dagsins verður 29. mars kl. 14:30-16:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Stundin hefst á samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Um kl. 15:10 flytur Birte Harkesen, deildarstjóri á leikskólanum Urðarhóli um vinnu sína með börnum í tónlistarlegu samhengi.  Kl. 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn.  Allir hjartanlega velkomnir.

Málþing um tónlist við útfarir : „allt svo verði til dýrðar þér, uppteiknað sungið sagt og téð“

Málþing um tónlist við útfarir : „allt svo verði til dýrðar þér, uppteiknað sungið sagt og téð“   Neskirkja fimmtudaginn 31. mars kl. 16-19   Dagskrá:   Kl. 16:00 Setning – biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir   Kl. 16:10 Hvað einkennir kristna útför? Vígslubiskup í Skálholti og formaður helgisiðanefndar séra Kristján Valur Ingólfsson   […]

Prédikun á föstudeginum langa 25. mars 2016

Prédikun á Föstudeginum langa 25. mars 2016 Biðjum í Jesú nafni: „Vertu Guð faðir faðir minn í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn, svo allari synd ég hafni.“  “Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi”. Amen. Ímyndum okkur banka, sem á hverjum morgni leggur […]

Páskadagur

Hátíðarguðsþjónusta verður á páskadag 27. mars n.k. kl.08.00.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Að lokinni hátíðarguðsþjónustu verður boðið upp á morgunnverð í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgum.  Að því loknu verður gengið um nágrenni kirkjunnar undir leiðsögn Guðjóns Guðmundssonar, sagnfræðings.  Gangan er farin í samvinnu við Sögufélag […]

Guðfræðistef í tónlist og textum Nick Cave og Bob Dylan

Kópavogskirkja mun standa fyrir fyrirlestrum í safnaðarheimilinu Borgum, öll þriðjudagskvöld í apríl sem og þriðjudaginn 3.maí. Fyrsta kvöldið, þriðjudaginn 5.apríl verður fjallað um guðfræðistef í tónlist og textum hinna heimskunnu tónlistarmanna Nick Cave og Bob Dylan. Fyrirlesarar kvöldsins verða Kristján Ágúst Kjartansson og Henning Emil Magnússon. Kristján Ágúst er framkvæmdastjóri Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum. Hann […]

Helgihald í Kópavogskirkju í dymbilviku og páskum 2016

Pálmasunnudagur 20. mars, kl. 11:00. Fermingarmessa. Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur, djákna og dr.Karli Sigurbjörnssyni, biskup. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors. Skírdagur 24. mars, kl. 11.00. Fermingarmessa. Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur, djákna. Skírdagur 24. mars, kl.13:15. Altarisganga […]

Mál dagsins og „Táningurinn og Tito Schipa“

Næsta mál dagsins verður þriðjudaginn 15. mars kl. 14:30-16:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Stundin hefst með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Kl. 15:10 flytur Hrafn Andrés Harðarson, fyrrverandi bæjarbókarvörður erindið „Táningurinn og Tito Schipa – Ágrip af ævi Harðar Þórhallssonar“.  Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi.  Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.  Allir […]

Guðsþjónusta 13. mars

Guðaþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 13. mars n.k. kl.11:00.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Julian Hewlitt.  Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.  Allir hjaranlega velkomnir.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta á Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar

Barna- og æskulýðsguðsþjónusta verður sunnudaginn 6. mars n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju á Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar.  Nemendur úr 4. bekk Kársnesskóla syngja undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur og einnig nemendur úr Skólakór Vatnsendaskóla undir stjórn Þóru Marteinsdóttir.  Hljómsveit leikur undir.  Sr. Sigurður annast stundina ásamt Þóru og Bjarma Hreinssyni.  Allir hjartanlega velkomnir.