Fermingar vorið 2017

Síðsumarnámskeið verður 15. til 19. ágúst, 2015 frá kl. 9:15-12:00 í safnaðarheimilinu Borgum

Messa 28. ágúst og fundur með foreldrum eftir messu.

Fermingarnámskeið í Vatnaskógi miðvikudaginn 2016.

Vetrarfermingarfræðsla (þau sem eru ekki í síðsumarfermingarfræðslunni)

Tímar í september,5,12,19,26, 2016

Tímar í október 3,10, 24 31, 2016

Tímar í nóvember, 7,14,21 og 28 ,2016

Tímar í desember, 5, 2016

Tímar í janúar, 16, 23, 2017

Tímar í febrúar, 6,13,20,27, 2017 

Tímar í mars, 6, (próf) ,2017

Sameiginlegir fermingarfræðslutímar (fyrir bæði síðsumarfræðslu- og vetrarfræðsluhóp):

  1. september, 10. október, 28. nóvember og 5. desember, 2016.

23, janúar, 27. febrúar og 7. mars, 2017.

Kennt er frá kl. 16:00-16:40

Aukatímar gætu orðið á laugardögum kl. 11:00 ef einhverjir komast ekki á fyrirframskipulögðum fræðslutímum.

Það yrði auglýst síðar.

Í haust förum við í Vatnaskóg og dveljum þar í einn dag. Farið verður í Vatnaskóg 17. október kl. 8:30 frá Kópavogskirkju og komið til baka að Kópavogskirkju eftir kvöldmat í Vantaskógi.

Bækurnar sem eru notaðar heita: Con Dios og Kirkjulykill (fást í bókabúðum og Kirkjuhúsinu á Laugarvegi). Gott að eiga Sálmabók Þjóðkirkjunnar og Nýja testamenntið.

Einnig getið þið samið við fermingarbörn frá því á síðasta ári um not eða kaup á bókinni.

Mikilvægt er að eignast bókina strax, svo við getum verið samferða í tímunum. Einnig skal hafa með sér í alla tíma A4 verkefnabók.

Messur í vetur!

Fermingarbörnin eru hvött til að sækja helgihald eins vel og unnt er.

Messur og guðsþjónustur eru á sunnudögum kl. 11:00 í Kópavogskirkju.

Sunnudagaskólinn hefst að öllu jöfnu í kirkjunni nema annað sé auglýst á www.kopavogskirkja.is

Í helgihaldið eru fermingarbörnin beðin um að taka með sér „Kirkjulykilinn“ og fylla út sérstök kirkjusóknarblöð í bókinni.

Fermingarbörn skrá sig hjá kirkjuverði eftir hverja messu.

Foreldrar eru einnig hvött til að sækja helgihaldið með sínum unglingum.

Í messunum og guðsþjónustunum er beðið um að fermingarbörn taki tillit til annarra kirkjugesta og hafa í huga að þau eru á helgum stað. Beðið eru um að farsímar séu ekki í notkun á meðan helgihaldinu stendur, það sé slökkt á þeim.

Næsta vetur verða tveir fundir með foreldrum fermingarbarna.

Fyrri fundurinn verður sunnudaginn 28. ágúst, 2016 eftir messu kl. 11:00.

Seinni fundurinn verður eftir messu kl.11:00 sunnudaginn 29. janúar, 2016 og þá verður rætt um fermingarathöfnina og framkvæmd hennar.

Mikilvægt er að foreldrar og fermingarbörn komi á þessa fundi.

Við, sem söfnuður, eigum saman kirkjuhúsið og safnaðarheimilið. Íbúar sóknarinnar, sem eru skráðir í þjóðkirkjuna, greiða til kirkjunnar sóknargjöld sem standa undir öllum rekstri hennar. Göngum þess vegna vel um kirkjuna okkar og hugsum vel um hana.

Fermingardagar 2017 verða sem hér segir:

Sunnudagurinn 2. apríl, 2017, kl.11:00

Pálmasunnudagur 9. apríl , 2017, kl. 11:00

Skírdagur 13. apríl, 2017, kl.11:00

Fermingarbörn geta valið fermingardaga eins og undanfarin ár.

Hver ferming tekur mislangan tíma en það fer eftir fjölda fermingarbarna hverju sinni. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir í fermingarnar.

Æfingar fyrir fermingarmessur eru í Kópavogskirkju:

Sunnudaginn 2. apríl, kl. 11:00, þá verður æft 30 og 31. mars kl. 16:00-17:00

Pálmasunnudag 9. apríl, kl. 11:00, þá verður æft 6 og 7. apríl kl. 16:00-17:00.

Skírdag 13. apríl, kl.11:00, þá verður æft 10 og 11. apríl, kl. 16:00-17:00.

VIÐ NOTUM TÖLVUPÓST Í SAMSKIPTUM

MIKILVÆGT AÐ FÁ NETFÖNG FERMINGARBARNA OG FORELDRA TIL AÐ ALLAR UPPLÝSINGAR BERIST GREIÐLEGA.

Allar upplýsingar varðand safnaðarstarfið verða birtar á www.kopavogskirkja.i