Entries by Sigurður Arnarson

Mál dagsins 23. febrúar

Mál dagsins þann 23. febrúar hefst kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Lenku Máteóvá og Friðriks Kristinssonar.  Klukkan 15:10 segir Sigurbjörn Þorkelsson frá starfi Gídeon félagsins.  Að því loknu verður drukkið kaffi.  Starfinu lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.

Guðsþjónusta á nokkrum tungumálum

Sunnudaginn 21. febrúar næstkomandi verður guðsþjónusta á nokkrum tungumálum. í Kópavogskirkju kl. 11:00.  Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Arnarsyni.  Lesnir verða ritningarlestrar og beðnar bænir á nokkrum tungumálum.  Lesið og beðið verður á: íslensku, þýsku, frönsku, japönsku kúrdísku, persnesku, tékknesku, ensku og fleiri tungumálum. Sungnir verða sálmar […]

Mál dagsins 16. febrúar

Næsta Mál dagsins verður þriðjudaginn 16. febrúar n.k. kl.14:30-16:00.  Eftir samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar flytur Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur erindi.  Allir hjartanlega velkomnir.

Fermingarfræðsla framundan og gátlisti fyrir próf í fermingarfræðslu

Fermingarstarfið frá janúar til mars 2016 Æskulýðsfundir hefjast aftur 2. febrúar n.k. kl.20:00-21:30 í safnaðarheimilinu Borgum. Vetrarfermingarfræðsla (þau sem eru ekki í síðsumarfermingarfræðslunni) Tímar í febrúar, 1,8,15,22,29 Tímar í mars, 7, (próf) Sameiginlegir fermingarfræðslutímar (fyrir bæði síðsumarfræðslu- og vetrarfræðsluhóp): 22. febrúar og 7. mars, 2016. Kennt er frá kl. 16:00-16:40 Mátun fermingarkyrtla verður eftir fermingarfræðslu […]

Mál dagsins

Næsta „Mál dagsins“ verður þriðjudaginn 9. febrúar n.k. kl. 14:30 í safnaðarheimilinu og hefst að venju með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Máteóvá.  Klukkan 15:10 flytur Anna Klara Georgsdóttir frá Kópavogsbæ erindi um móttöku bæjarins á flóttamönnum frá Sýrlandi.  Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi.  Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.  Allir velkomnir.