Entries by Lilja Katrín Gunnarsdóttir

Málþing 11. apríl: Upprisan í sálmum og predikun Lúthers

Laugardaginn 11. apríl kl. 13:30-16:00 verður haldið málþing í Neskirkju, undir yfirskriftinni: Upprisan í sálmum og prédikun Lúthers. Málþingið er einn af mörgum viðburðum sem nefnd um fimm alda minningu siðbótarinnar stendur fyrir í tilefni af því að árið 2017 verða liðin 500 ár frá því að Marteinn Lúther hengdi greinarnar 95 á dyr Hallarkirkjunnar […]

Mál dagsins 7. apríl, 2015

Mál dagsins verður að venju þriðjudaginn 7.apríl n.k. og hefst kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Um kl. 15:10 heldur Jón Þórhallsson erindi um Wilhelm Beckmann, listamann. Um kl. 15:30 er boðið upp á kaffi og með því. Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund. Allir hjartanlega velkomnir.

Helgihald í Dymbilbiku og um páska

2. apríl, kl.11:00. Skírdagur. Ferming. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttir, djákna. 3. apríl, kl.11:00. Föstudagurinn langi. Guðsþjónusta. 3. apríl, kl.13-16:00. „Passíusálmar í tali og tónum.“ Lestur á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar og tónlistarflutningur. 5. apríl, kl. 08:00. Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta með tónlagi sr. Bjarna Þorsteinssonar. Veitingar að lokinni guðsþjónustu í safnaðarheimilinu […]

Passíusálmalestur í Kópavogskirkju á föstudaginn langa 3. apríl n.k.

Passíusálmalestur í Kópavogskirkju, föstudaginn langa 3. apríl n.k. Kl. 13.00 – 16.00 verða lesnir valdir passíusálmar sr. Hallgríms Péturssonar, prests í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Lesarar sem flytja sálmana eru á öllum aldri sá, yngsti 13 ára, Hekla Martinsdóttir Kolmar, nemandi í Kársnesskóla. Auk hennar lesa, sr. Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup. Gunnlaugur […]

Starf fyrir börn í 1.-4. bekk

Starfið er á miðvikudögum kl. 14:00-15:00 fyrir 3.-4. bekk og kl. 15:30-16:30 fyrir 1.-2. bekk. Páskafrí verður 1. apríl n.k. en starfið hefst aftur 8. apríl. Meðfylgjandi myndir voru teknar af félögum í 3.-4. bekk í páskaeggjabingói.

Kór Kópavogskirkju á ferðalagi í Lundúnum ásamt kantor og sóknarpresti

Sunnudaginn 15. mars síðastliðinn söng Kór Kópavogskirkju ásamt Kór Íslendinga í Lundúnum í guðsþjónustu íslenska safnaðarins í Sænsku kirkjunni í Lundúnum. Lenka Mátéová, kantor Kórs Kópavogskirkju lék á orgel og Helgi Már Ingvarsson, stjórnaði. Eitt barn var borðið til skírnar. Sr. Sigurður Arnarson, prédikaði og þjónaði fyrir altari. Í kirkjukaffinu á eftir söng Kór Kópavogskirkju […]

Heimsókn í Mál dagsins frá Boston

Bandarískur drengja- og unglingakór heimsótti “Mál dagsins” 17. mars síðastliðinn. 39 söngvarar sungu og var gerður góður rómur að. Sungu þeir meðal annars á íslensku “Heyr himnasmiður” og “Á Sprengisandi”. Á eftir þáðu þeir ásamt kennurum sínum veitingar og hrósuðu þeir íslensku kleinunum sérstaklega.