Entries by Lilja Katrín Gunnarsdóttir

Guðsþjónusta 4. maí n.k.

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 3. maí, klukkan 11:00. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, hérðastprestur prédikar og þjónar fyrir altari. “Gosukórinn” syngur undir stjórn Lindu Cardrew. Nemendur úr Gítarstofu Steingríms flytja tónlist.

Mál dagsins 28. apríl n.k.

Næsta “Mál dagsins” verður þriðjudaginn 28. apríl n.k. kl. 14:30-16:00. Stundin hefst að venju með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar. Um kl. 15:10 flytur Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur erindi um “Hjartaheilsu”. Um kl. 15:30 er drukkið kaffi. Stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn.

Óskilamunir

Í vetur hefur töluvert af óskilamunum orðið eftir í safnaðarheimilinu Borgum og Kópavogskirkju. Eftir uppskeruhátíð barnastarfsins sunnudaginn 26. apríl n.k. verður hægt að nálgast þá í safnaðarheimilinu. Við hvetjum alla sem hafa sótt starfið hjá okkur og sakna einhvers að kíkja í safnaðarheimilið. Það sem ekki verður sótt verður gefið til Hjálparstarfs kirkjunnar.

Uppskeruhátíð barnastarfsins 26. apríl n.k.

Uppskeruhátíð barna- og æskulýðsstarfs Kópavogskirkju verður sunnudaginn 26. apríl n.k. í Kópavogskirkju kl.11:00. Eftir barna- og fjölskylduguðsþjónustu í kirkjunni verða hoppukastalar við eða í (fer eftir veðri) safnaðarheimilinu Borgum. Boðið verður upp á pylsur og djús. Allir hjartanlega velkomnir.

Fermingar 2016 í Kópavogskirkju

Síðsumarsfermingarnámskeið verður 17. til 21. ágúst, 2015 frá kl. 9:30-12:00 í safnaðarheimilinu Borgum Messa 30. ágúst og fundur með foreldrum eftir messu. Fermingarnámskeið í Vatnaskógi miðvikudaginn 7. október, 2015. Vetrarfermingarfræðsla (þau sem eru ekki í síðsumarfermingarfræðslunni): Tímar í september, 7, 14, 21, 28, 2015 Tímar í október, 5, 12, 19, 26, 2015 Tímar í nóvember, […]

Tónlistarmessa 19. apríl

Tónlistarmessa verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 19. apríl n.k. kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst að venju í kirkjunni og er í stjórn þeirra: Odds Arnar, Bjarma og Ágústu. Til messunar eru boðuð sérstaklega fermingarbörn vorsins 2016 og foreldrar og forráðamenn þeirra. Eftir […]

Mál dagsins 14. apríl

Mál dagsins verður þriðjudaginn 14. apríl í safnaðarheimilinu Borgum. Stundin hefst á samsöng kl. 14:30 í umsjón Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Um kl. 15:10 mun Kristín Hauksdóttir, sýningarstjóri í Þjóðleikhúsinu halda erindi. Klukkan 15:30 er boðið upp á kaffi og með því. Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund. Allir hjartanlega velkomnir.

Kópavogskirkja upplýst bláum lit

Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er haldinn um allan heim 2. apríl ár hvert og er fólk um allan heim hvatt til að klæðast bláum fötum þennan dag til að vekja athygli á málefninu. Þar sem 2. apríl bar upp á Skírdag í ár verður blái dagurinn haldinn þann 10. apríl og Kópavogskirkja upplýst bláum lit af […]

Guðsþjónusta 12. apríl

Guðsþjónusta verður 12. apríl n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni og flyst eftir guðsþjónustuupphaf í safnaðarheimilið Borgir. Allir velkomnir.