Passíusálmalestur í Kópavogskirkju á föstudaginn langa 3. apríl n.k.

Passíusálmalestur í Kópavogskirkju, föstudaginn langa 3. apríl n.k. Kl. 13.00 – 16.00 verða lesnir valdir passíusálmar sr. Hallgríms Péturssonar, prests í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.

Lesarar sem flytja sálmana eru á öllum aldri sá, yngsti 13 ára, Hekla Martinsdóttir Kolmar, nemandi í Kársnesskóla. Auk hennar lesa, sr. Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup. Gunnlaugur V. Snævarr, áhugamaður um kirkju og kristni , Jónas Ingimundarson, píanóleikari og heiðursborgari Kópavogs, Guðrún Árnadóttir, fyrrum bókavörður og Þórunn Elín Pétursdóttir, söngvari.

Tónlistin fær að njóta sín, Lenka Mátéova kantor Kópavogskirkju leikur á orgel kirkjunnar og leiðir áheyrendur í gegnum sálmalögin sem notuð hafa verið við sálma Hallgríms. Kór Kópavogskirkju syngur og einsöngvarar eru Guðbjörg Björnsdóttir, sópran og Þórunn Elín Pétursdóttir, sópran.

Allir hjartanlega velkomnir en lesturinn verður frá kl. 13.00 – 16.00. Meðfylgjandi er mynd af Heklu Martinsdóttur, yngsta lesaranum.

photo-150x150