Entries by Lilja Katrín Gunnarsdóttir

Æskulýðsdagurinn 1. mars, 2015

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11:00. Sunnudagaskólinn tekur þátt í stundinni.  Allir hjartanlega velkomnir. Kl. 13.30 verður sýnt leikritið “Upp, upp” um æsku Hallgríms Péturssonar af Stoppleikhópnum í Digraneskirkju og allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta á nokkrum tungumálum

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju n.k. sunnudag 15. febrúar kl. 11:00. Prestur innflytjenda sr. Toshiki Toma mun prédika og sr. Sigurður Arnarson, þjónar fyrir altari. Beðið verður á nokkrum mismunandi tungumálum og ritningarlestrar lesnir á nokkrum tungumálum. Kór Kópavogskirkju mun syngja undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagskólinn hefst að venju í kirkjunni kl. 11:00 en flytur síðan […]

Mál dagsins 10. febrúar n.k.

Mál dagsins hefst að venju kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar. Um kl. 15:10 flytur Pétur Eggertz leikari erindi um leikssýningu um Jón Steingrímsson. Um kl. 15:30 er drukkið kaffi og með því.  Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund. Allir hjartanlega velkomnir.

Fermingarfræðsla í Kársnessókn, janúar-apríl 2015

Vetrarfermingarfræðsluhópur: Mánudagar, kl. 15:10-15:50 til 9. mars , nema 26. janúar, 23. febrúar  Sameiginlega fermingarfræðsla:Mánudaginn 26. janúar:      kl. 10:45-11:25 – 8Ö, kl.11:30-12:10- 8Æ  og kl.12:15-12:55- 8Þ ( safnaðarheimilið Borgir) Mátun á fermignarkirtlum í kirkju að loknum tíma Þriðjudaginn 17. febrúar:    kl.20:00-21:30       Allur hópurinn og foreldrar velkomnir (safnaðarheimilið Borgir).  Allir skili inn ritningartexta sínum fyrir 1. Mars með því að senda tölvupóst á netfangið […]

Mál dagsins 20. janúar, 2015

Mál dagsins verður að venju þriðjudaginn 20. janúar n.k. kl. 14:30-16:00. Stundin hefst að venju með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Um kl. 15:10 mun Sólveig Einarsdóttir, fyrrum menntaskólakennari flytja erindi. Um klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinn lýkur kl. 16:00 með stuttri bæn.

Messa 18. janúar

Messa verður í Kópavogskirkju 18. janúar n.k. kl. 11:00. Til messunar eru sérstaklega boðuð foreldrar og fermingarbörn vetrarins. Nokkur fermingarbörn munu taka þátt í messunni. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni en flyst eftir messuupphaf í safnaðarheimilið Borgir. Eftir messu verður fundur […]