Ljósberi

Miðvikudaginn 11. nóvember barst Kópavogskirkju einstök gjöf, bænaljósastandur frá hjónunum Maríu Önnu Clausen og Ólafi Vigfússyni og sonum þeirra Andra og Vigfúsi. Gjöfin er gefin í minningu sonar þeirra og bróður, Egils Daða Ólafssonar, sem lést árið 2018. Listamaðurinn Sigurður Árni Sigurðsson hannaði og gerði verkið og er það gert með Kópavogskirkju í huga. Um þetta má lesa á vefnum: https://kirkjan.is/frettir/frett/2020/11/12/Ljosin-sem-lysa/