Kirkjuhlaup í Kópavogi 2020

Frétt vegna „Kirkjuhlaups í Kópavogi 2020“, sem fyrirhugað var laugardginn 28. nóvember n.k. kl.09:00.  Sjá nánar á:https://www.facebook.com/events/325504778527599/
ATHUGIÐ – UPPFÆRT:
Við erum búin að reyna að finna bestu lausnina hvernig hægt er að útfæra aðventuhlaupið með tillliti til gildandi sóttvarnarlaga.
Við ætlum að gera okkar besta úr erfiðri stöðu og bjóðum því uppá tvo valkosti.
Kostur 1:
Þið búið til aðventuhlaup í ykkar hverfi. Mælið ykkur mót við hlaupafélagana, finnið nokkrar kirkjur, útbúið skemmtilegar hlaupaleiðir og deilið gleðinni með okkur hérna á fésbókinni. Við viljum myndir af gleðinni og ekki verra ef það kemur fram hvar þið hlupuð og hvaða kirkjur þið heilsuðuð uppá.
Kostur 2:
Þið mætið uppí Kópavogskirkju kl.9.00.
Það er því miður ekki hægt að bjóða ykkur inn í kirkjuna, né inn í safnaðarheimilið og ekki verður boðið uppá veitingar eftir hlaup. Athugið að salerni eru líka lokuð.
Við ætlum að hlaupa þessa leið eins og vanalega, við ætlum að passa uppá fjarlægðarmörkin. Endilega verið dugleg að taka myndir og deila gleðinni hér inná fésbókinni.
Við Siggi hlökkum til að hitta ykkur á laugardaginn