Helgistund 15. nóvember – Kirkjuklukkur

Sunnudaginn 15. nóvember kl.11:00 verður streymt helgistund á facebook síðu Kópavogskirkju.  Stundina annast dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur.  Hann mun fjalla um kirkjuklukkur og leika lög þeim tengd og jólunum sem eru ekki langt undan. Dr. Sigurjón mun einnig leika á saxafón í stundinni og dr. Sigurður Júlíus Grétarsson, leikur með á gítar.