Litir ljóssins

image-381-e1413275439164-500x373 image-391-e1413275505638-373x500 image-403-e1413275660889-373x500 image-411-e1413275815240-500x373 image-421-e1413275725722-500x373 Jólaball-2014-373x500

Mál dagsins

Mál dagsins er á hverjum þriðjudegi kl. 14:30-16:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Í upphafi stjórna Friðrik Kristinsson og Lenka Mátéová samsöng.  Um kl. 15:10 er flutt stutt erindi.  Um kl. 15:30 er drukkið kaffi og með því.  Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.

Þriðjudaginn 7. október s.l. heimsótti dr. Ari Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík starfið og flutt erindi um Háskóla Íslands.

image-11-e1412760053312-500x373

“Litir ljóssins”

Sr. Hjörtur Pálsson heilsaði örstutt upp á Leif við undirbúning sýningarinnar.

Sr. Hjörtur Pálsson heilsaði örstutt upp á Leif við undirbúning sýningarinnar.

Sýning Leifs Breiðfjörð “Litir ljóssins” verður opnuð eftir guðsþjónustu 12. október n.k.  Guðsþjónustan hefst kl. 11:00.  Dr. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar.  Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur og Ásta Ágústsdóttir, djákni þjóna fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni kl.11:00 en flyst eftir guðsþjónustuupphaf í safnaðarheimilið Borgir.  Umsjón með skólanum hafa Bjarmi Hreinsson, Oddur Örn Ólafsson og Ágústa Tryggvadóttir.

Eftir guðsþjónustuna verður sýning Leifs opnuð í Borgum.  Allir hjartanlega velkomnir.

Leifur Breiðfjörð við undirbúning sýningarinnar.

Leifur Breiðfjörð við undirbúning sýningarinnar.

Framkvæmdir við Kópavogskirkju

Þessa daganna er verið að gera við skemmdir sem hafa myndast að utan á Kópavogskirkju.

Meðfylgjandi myndir voru teknar 7. október s.l.

image-7-e1412759273683-373x500 image-8-e1412759312718-373x500

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta

Litli kór Kársnesskóla söng í barna- og fjölskylduguðsþjónustu í Kópavogskirkju sunnudaginn 5. október.  Stjórnandi kórsins er Elín Halldórsdóttir.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í guðsþjónustunni.

Barna-1-e1412517802458-500x373 Barna-2-e1412517853849-500x373