Kyrrðardagur með dr. Karli Sigurbjörnssyni

Laugardaginn, 14. mars er boðið til kyrrðardags í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar við Vonarstræti.

Karl Sigurbjörnsson, biskup, leiðir kyrrðardaginn, fræðir um Bænabandið og hvernig hægt er að nýta það í uppbyggingu trúar og bænalífs, og stýrir íhugun og bæn.

Stuðst er við bækurnar: Martin Lönnebo: Bænabandið og Eva Cronsioe og Thomas Ericson: Vegurinn. Byrjað verður með morgunverði 8.30 og lokið um kl. 16. Eftir hádegi verður gengin verður pílagrímaganga, bænaganga um nágrennið, svo mikilvægt er að búa sig í samræmi við það.

Skráning og nánari upplýsingar: laufey@domkirkjan.is.

Kyrrðardagur, retreat, er hvíldardagur, þar sem við færi gefst að leita inn í hina góðu, umvefjandi kyrrð, sem veitir hjartanu hvíld, og styrkjast í trú og bæn.