Vetrarhátíð í Kópavogi – Vídeóverk

Nýju vídeóverki eftir Þórönnu Björnsdóttur verður varpað á austurhlið Kópavogskirkju á Vetrarhátíð frá 18 – 23, föstudagskvöldið 3. febrúar og laugardagskvöldið 4. febrúar.

„Vídeóverk Þórönnu er í samtali við dulspekilega myndlist Gerðar Helgadóttur og hið alsjáandi auga sem finna má í nokkrum listaverkum Gerðar, meðal annars í tillögum að altaristöflu fyrir Kópavogskirkju. Þóranna vinnur í verki sínu úr nýjum upptökum af augum og augnatilliti tæplega hundrað Kópavogsbúa. Augun, kvik, spurul, leitandi, snörp og alsjáandi munu leika um útvegg kirkjunnar á Vetrarhátíð í draumkenndu og hugvíkkandi verki sem minna á óravíddir hugans og hins innra lífs. Listamaðurinn Vikram Pradhan aðstoðaði við gerð verksins.

Inni í rökkvaðri Kópavogskirkju mun hljóðverk Þórönnu, Altarishljóð fyrir Kópavogskirkju, hljóma á klukkutímafresti kl. 18.30, 19.30, 20.30, 21.30 og 22.30, föstudagskvöldið 3. febrúar, á Safnanótt. Verkið er um fimmtán mínútur í flutningi.

Altarishljóð fyrir Kópavogskirkju voru samin að beiðni Salarins í Kópavogi og frumflutt á tónleikunum Óður til Kópavogs sem fram fóru í maí 2022.Altarishljóð eru hversdagsleg hljóð sem Þóranna fann í umhverfi Kópavogs. Innblásin af ýmsu úr sögu bæjarins og menningu mótaði hún úr hljóðupptökum hljóð – og tónvefnað og aðlagaði að hljómburði Kópavogskirkju. Með verkinu vill Þóranna tengjast kyrrð hússins og vera í samspili við hljóðlát skilaboð þeirra töfrandi listaverka sem í kirkjunni eru er túlka kristna trúarheimspeki og lyfta huganum til andlegra hugleiðinga.“

Þóranna Dögg Björnsdóttir í viðtali í Víðsjá.

5. mars: Guðsþjónusta og sunnudagaskóli

Messa og sunnudagaskóli 29. janúar

Messað verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 29. janúar kl. 11.00. Foreldrum og forráðamönnum fermingarbarna er sérstaklega boðið til guðsþjónustunnar og verður fundur fyrir þau, í kirkjunni, um leið og messunni er lokið.  Sunnudagaskólinn verður á sínum stað í Borgum safnaðarheimili kl. 11.00

 

Messa og sunnudagaskóli 22. janúar

Hátíðarguðsþjónusta kl.14:00 á Nýjársdag

Hátíðarguðsþjónusta á nýjársdag kl. 14:00. Textar og bænir guðsþjónustunnar munu tengjast voninni. Ferdinand Jónsson mun flytja hátíðarræðu. Ferdinand er fermdur í Kópavogskirkju á sínum tíma og starfar nú sem geðlæknir í Lundúnum. Hann er einnig ljóðskáld og mun í ræðunni fjalla um vonina og hvernig hún tengist störfum lækna, heilbrigðisstarfsfólks, sjúklingum og fjölskyldum þeirra. Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari og Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.