Staða kirkjuvarðar
Kirkjuvörður – Hlutastarf
Kársnessöfnuður óskar eftir að ráða í starf kirkjuvarðar Kópavogskirkju.
Um hlutastarf er að ræða, 50 prósent með möguleika á hærra starfshlutfalli
Starfssvið:
Regluleg umsjón með húsnæði safnaðarins
Umsjón með búnaði safnaðarins
Þjónusta við helgihald
Þrif í kirkju
Önnur tilfallandi verkefni í samstarfi við sóknarnefnd og sóknarprest
Hæfniskröfur:
Þjónustulund, snyrtimennska, sveigjanleiki
Færni í mannlegum samskiptum og reynsla af því að vinna með öðrum í teymi
Þekking og áhugi á starfi og hlutverki safnaðarins og Þjóðkirkjunnar
Tali íslensku
Rík áhersla er lögð á trúmennsku í starfi og metnað til að takast á við misumandi verkefni í safnaðar- og kirkjustarfi
Umsóknarfrestur er til og með 10. júní 2023. Umsóknir sendist rafrænt á netfangið: kopavogskirkja@kirkjan.is
Umsækjendur sendi inn ferilskrá, þar sem fram koma: persónulegar upplýsingar, menntun, starfsferill, meðmælendur og annað, sem umsækjendur vilja að komi fram.
Athuga skal að liggja þarf fyrir samþykki umsækjenda til að afla sakavottorðs.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu safnaðarins af prestum eða djákna, sími: 5541898 virka daga á milli 11:00-12:00 eða með því að senda tölvupóst á netfangið: kopavogskirkja@kirkjan.is