Entries by Grétar Halldór Gunnarsson

Messa 30/06/24

Sunnudaginn 30. júní kl. 11.00 verður messa í Kópavogskirkju. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Hrönn Helgadóttir spilar fyrir safnaðarsöng, Anna María Hákonardóttir og Haukur Freyr Viktorsson sinna messuþjónustu og Dóra Þorvarðardóttir kirkjuvörslu.

Guðsþjónusta 09/06/24

Sunnudaginn 9. júní kl. 11.00 verður guðsþjónusta við Kópavogskirkju. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari.  Ólafía Linberg Jensdóttir leiðir söng og Elísa Elíasdóttir er organisti.

Messa á sjómannadag 02/06/24

Sjómannadagsmessa verður í Kópavogskirkju á sunnudaginn, 2. júní kl. 11.00.  Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju leiða söng og Elísa Elíasdóttir er organisti.

Hátíðarguðsþjónusta á Hvítasunnudag

„Skín á himni skír og fagur/hinn skæri hvítasunnudagur.“ Velkomin til Hátíðarguðsþjónustu við Kópavogskirkju sunnudaginn 19. maí kl.11.00.  Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur og Elísa Elíasdóttir er organisti.

Guðsþjónusta og messukaffi 09/05/24

Guðsþjónusta verður við Kópavogskirkju á uppstigningardag, þann 09. maí, kl. 14.00.  Sr. Grétar Halldór Gunnarsson predikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju leiðir söng og Elísa Elíasdóttir er organisti. Eftir guðsþjónustu er boðið upp á messukaffi í safnaðarheimili Kópavogskirkju í Borgum. Dagurinn er jafnframt dagur eldri borgara og fáum við sérstaka heimsókn kirkjugesta frá Sunnuhlíð, […]

Guðsþjónusta & sunnudagaskóli 14/04/24

Sunnudaginn 14. apríl verður guðsþjónusta við Kópavogskirkju kl. 11.00. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari, Þórunn Elín Pétursdóttir leiðir söng og Elísa Elíasdóttir er organisti. Á sama tíma kl. 11.00 verður sunnudagaskólinn á sínum stað í safnaðarheimilinu Borgum, leiddur af æskulýðsleiðtogum Kópavogskirkju.

Fermingarmessa & sunnudagaskóli 24/03/24

Næsti sunnudagur, 24. mars,  er pálmasunnudagur. Fermingarmessa verður kl. 11.00 í Kópavogskirkju.  Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar & Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur og Elísa Elíasdóttir er organisti. Á sama tíma verður sunnudagaskólinn í safnaðarheimilinu Borgum