Kyrrðarstund 10/9/24 kl. 20:00 í Kópavogskirkju á alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga

Í tilefni af Gulum september og alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga verður haldin kyrrðarstund í Kópavogskirkju þann 10. september kl.20:00.

Tilgangur dagsins er að vinna saman að forvörnum sjálfsvíga, minnast þeirra sem dáið hafa í sjálfsvígi og sýna aðstandendum sem misst hafa í sjálfsvígi samkennd og stuðning.

Allir eru hvattir til að kveikja á kerti og setja út í glugga 10. september kl.20:00.

Sunnudagsskólinn hefst 8. september kl. 11:00 í Kópavogskirkju

Sunnudagsskólinn hefst 8. september kl. 11:00 í Kópavogskirkju í barna- og fjölskylduguðsþjónustu

Sunnudagaskólinn hefst aftur eftir sumarfrí 8. september n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 8. september n.k. kl.11:00 og tekur sunnudagaskólinn þátt í stundinni. Sr. Sigurður Arnarson leiðir stundina ásamt sunnudagaskólaleiðtogum. Allir hjartanlega velkomnir