Guðsþjónusta og messukaffi 09/05/24

Guðsþjónusta verður við Kópavogskirkju á uppstigningardag, þann 09. maí, kl. 14.00.  Sr. Grétar Halldór Gunnarsson predikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju leiðir söng og Elísa Elíasdóttir er organisti. Eftir guðsþjónustu er boðið upp á messukaffi í safnaðarheimili Kópavogskirkju í Borgum. Dagurinn er jafnframt dagur eldri borgara og fáum við sérstaka heimsókn kirkjugesta frá Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili.