Barna- og fjölskylduguðsþjónusta
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður sunnudaginn 13. nóvember n.k. kl. 11:00. Skólakór Kárnes syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Allir hjartanlega velkomnir.
This author has not written his bio yet.
But we are proud to say that Sigurður Arnarson contributed 762 entries already.
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður sunnudaginn 13. nóvember n.k. kl. 11:00. Skólakór Kárnes syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Allir hjartanlega velkomnir.
Mál dagsins 8. nóvember hefst að venju kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar. Klukkan 15:10-15:30 heldur Gestur Jónsson, hæstarréttarlögmaður erindi. Kl.15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn. Allir hjartanlega velkomnir.
Við erum gríðarlega ánægð með þann áhuga sem skapast hefur í kringum sunnudagssmiðju kirkjunnar en um er að ræða starf sem er frábrugðið hefðbundna sunnudagaskólanum. Krakkarnir sem mæta í Borgir klukkan 11.00 á sunnudagsmorgnum hafa verið að vinna með ýmis listform, nú síðast leiklist. Þemað í vinnunni er kærleikur og hefur margt fallegt fæðst […]
Sunnudaginn 6. nóvember n.k. verður guðsþjónusta á “Allra heilagra messu” í Kópavogskirkju kl. 11:00. Þá er þeirra sérstaklega minnst, sem eru látin. Beðið verður með nafni fyrir þeim, sem sóknarprestur Kópavogskirkju hefur jarðsungið á tímabilinu 20. október 2015- til 20. október 2016 og aðstandendum þeirra er boðið sérstaklega til guðsþjónustunnar. Sigurður Arnarson, sóknarprestur mun prédika […]
Þau Ahmed og Million, sem starfa hjá Lútherska heimssambandinu í Eþjópíu komu í heimsókn á æskulýðsfund nýverið. Sögðu þau frá vatnsbrunnaverkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþjópíu og fræddu okkur um land og þjóð. Meðfylgjandi myndir voru teknar á fundinum og forsíðumyndin af æskulýðsleiðtogunum að læra eþjópískan dans.
Nýverði barst bréf frá biskupi Íslands til presta og formanna sóknarnefnda. Í bréfinu segir meðal annars: Eins og fréttir herma er saklaust fólk limlest eða lætur lífið í stríðsátökunum í Aleppo í Sýrlandi þessa dagana. Ráðamenn virðast ekki geta fundið lausn til friðar og uppbyggingar. Hugmynd finnska prestsins Teemu Laajasalo í Kallio sókn í lútersku […]
Nýverið var bókin „Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð“ gefin út af Skálholtsútgáfunni. Í bókmenntaguðsþjónustu sunnudaginn 30. október kl. 11:00 í Kóapvogskirkju mun þýðandi bókarinnar dr. Grétar Halldór Gunnarsson fjalla um bókina í stað prédikunar. Lesnir verða textar úr bókinni. Kór Kópavogskirkju mun syngja undir stjórn Lenku Mátéová. Sr. Sigurður Arnarson […]
Á æskulýðsfundi 27. október n.k. kl. 20:00-21:30 munu samstarfsaðilar Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku kynna vatnsverkefni í Afríku en fimmtudaginn viku seinna munu fermingarbörn úr Kársnessókn safna fyrir verkefnið með því að ganga í hús á Kársnesi frá kl. 18:00-20:00.
Sunnudagsskóli með listasmiðjuívafi verður n.k. sunnudag 23. október kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Starfið er ætlað börnum á öllum aldri. Allir hjartanlega velkomnir.
Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju 23. október n.k. kl. 11:00. Afrískir fulltrúar á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar segja frá og kynna starfsemina í Afríku. Hanna Ágústa Olgeirsdóttir, nemandi úr Söngsskólanum í Reykjavík syngur einsöng. Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Allir hjartanlega velkomnir.
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is
Tónlistarstjóri: Elísa Elíasdóttir: elisaeliasdottir@gmail.com
Kirkjuvörður er Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.