Andlát séra Árna Pálssonar, fyrrverandi sóknarprests Kársnessóknar
Séra Árni Pálsson lést 16. september síðastliðinn, 89 ára að aldri. Hann var fæddur á Stóra-Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi 9. júní 1927, sonur Önnu Árnadóttur frá Stóra-Hrauni og Páls Geirs Þorbergssonar verkstjóra frá Syðri-Hraundal. Árni lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1948 og guðfræðiprófi árið 1954. Hann sinnti ýmsum störfum, meðal annars kennslu við Gagnfræðaskólann við […]