Fjársöfnun – Kópavogskirkja lýst að utan.
Listaverki Doddu Maggýjar verður varpað á Kópavogskirkju frá kl. 18:30 til miðnættis á Safnanótt í Kópavogi 3. febrúar nk. Stundin markar upphaf söfnunarátaks kirkjunnar en safnað er fyrir viðgerðum á þakdúkum, rafkerfum, lýsingu og steindum gluggum eftir Gerði Helgadóttur. Eftir að kveikt verður á verkinu verður friðarstund inni í kirkjunni. Tónlistarhópurinn Umbra og Lenka Matéova […]
