Entries by Sigurður Arnarson

Bæn vegna stríðsátaka í Aleppo og beiðni um að kirkjuklukkum verði hringt

Nýverði barst bréf frá biskupi Íslands til presta og formanna sóknarnefnda.  Í bréfinu segir meðal annars: Eins og fréttir herma er saklaust fólk limlest eða lætur lífið í stríðsátökunum í Aleppo í Sýrlandi þessa dagana. Ráðamenn virðast ekki geta fundið lausn til friðar og uppbyggingar. Hugmynd finnska prestsins Teemu Laajasalo í Kallio sókn í lútersku […]

Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð

Nýverið var bókin „Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð“ gefin út af Skálholtsútgáfunni. Í bókmenntaguðsþjónustu sunnudaginn 30. október kl. 11:00 í Kóapvogskirkju mun þýðandi bókarinnar dr. Grétar Halldór Gunnarsson fjalla um bókina í stað prédikunar.  Lesnir verða textar úr bókinni.  Kór Kópavogskirkju mun syngja undir stjórn Lenku Mátéová.  Sr. Sigurður Arnarson […]

Guðsþjónusta 23. október kl. 11:00

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju 23. október n.k. kl. 11:00.  Afrískir fulltrúar á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar segja frá og kynna starfsemina í Afríku.  Hanna Ágústa Olgeirsdóttir, nemandi úr Söngsskólanum í Reykjavík syngur einsöng.  Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Allir hjartanlega velkomnir.

Starf fyrir 1-4 bekk

Kirkjustarf fyrir 1-4 bekk hefst fimmtudaginn 6. október n.k. Fyrir 1-2 bekk er á fimmtudögum kl. 14:00-15:00. Fyrir 3-4 bekk er á fimmtudögum kl.15:30-16:30. Starfið fer fram í safnaðarheimilinu borgum.  Með því að senda tölvupóst á netfangið: kopavogskirkja.is geta foreldrar eða forráðamenn óskað eftir því að náð sé í börn þeirra í Dægradvöl í Kársnesskóla […]

Krílasálmar

KRÍLASÁLMAR Frábært tónlistarnámskeið fyrir ungbörn og foreldra Námskeið haldið í Hjallakirkju þriðjudaga kl. 13:15 og hefst þann 11. október 2016 Verð 4000 kr. fyrir átta skipti Skráning: gudny@hjallakirkja.is hjallakirkja.is

Mál dagsins 26. september

Mál dagsins verður að venju þriðjudaginn 26. september og hefst kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar.  Kl. 15:10 heldur Sigríður Snæbjörnsdóttir erindi.  Kl. 15:30 er drukkið kaffi og lýkur stundinni kl. 16:00 með bæn og blessun.  Allir hjartanlega velkomnir.