Entries by Sigurður Arnarson

Smiðja fyrir börn með sunnudagaskólaívafi

Hvern sunnudag frá og með 25. september n.k. verður kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum smiðja með börnum.  Unnið verður með dæmisögur úr Biblíunni og þær settar svo upp til dæmis: með aðstoð tónlistar og leiklistar.  Ætlað börnum á öllum aldri.  Allir hjartanlega velkomnir.

Safnaðarferð á Njáluslóðir

Farið verður þriðjudaginn 20. september n.k. kl. 10:00 frá safnaðarheimilinu Borgum.  Áætluð koma í safnaðarheimlið er um kl.17:00.  Ferðin kostar 6000 á mann (ferðir og matur innifalinn) og allir eru velkomnir.  Takmarkað framboð er á sætum. Skráningu lýkur 16. september n.k.

Guðsþjónusta 14. ágúst

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 14. ágúst n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Lenka Mátéová, kantor leikur á orgel.

Fermingarfræðsla fyrir þau sem fermast vorið 2017

Síðsumarnámskeið verður 15. til 19. ágúst, 2015 frá kl. 9:15-12:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Þau sem eiga eftir að skrá sig á síðsumarsnámskeiðið geta gert það með foreldrum sínum á mánudeginum 15. ágúst kl. 9:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Föstudaginn 19. ágúst kl. 11:00 er fermingarbörnum og ættingjum þeirra boðið að hittast í Kópavogskirkju þar sem fermingarbörnin […]

Guðsþjónusta á Sjómannadaginn 5. júní

Guðsþjónusta verður á Sjómannadaginn 5. júní n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors. Þorleifur Finnsson leikur á harmónikku fyrir athöfn og í athöfnni. Sjómenn lesa ritningarlestra. Allir hjartanlega velkomnir.

Óperuganga á Borgarholti

Óperudagar í Kópavogi 1. – 5. júní 2016  Óperudagar í Kópavogi er ný óperuhátíð skipulögð af ungu tónlistarfólki. Hátíðin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Á hátíðinni geta gestir farið í Óperugöngu og Krakkagöngu í hjarta bæjarins; ný íslensk FótboltaÓpera verður frumflutt og tvær stuttar óperuuppfærslur, Selshamurinn og Poppea Remixed, líta dagsins ljós í Leikfélagi […]