Entries by Sigurður Arnarson

Guðsþjónusta 25. september kl. 11:00

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 25. september n.k. kl. 11:00.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Peter Máté.  Kl. 11:00 hefst í safnaðarheimilinu smiðja fyrir börn með áherslu á dæmisögur Biblíunnar.  Allir velkomnir.

Andlát séra Árna Pálssonar, fyrrverandi sóknarprests Kársnessóknar

Séra Árni Pálsson lést 16. september síðastliðinn, 89 ára að aldri. Hann var fæddur á Stóra-Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi 9. júní 1927, sonur Önnu Árnadóttur frá Stóra-Hrauni og Páls Geirs Þorbergssonar verkstjóra frá Syðri-Hraundal. Árni lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1948 og guðfræðiprófi árið 1954. Hann sinnti ýmsum störfum, meðal annars kennslu við Gagnfræðaskólann við […]

Smiðja fyrir börn með sunnudagaskólaívafi

Hvern sunnudag frá og með 25. september n.k. verður kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum smiðja með börnum.  Unnið verður með dæmisögur úr Biblíunni og þær settar svo upp til dæmis: með aðstoð tónlistar og leiklistar.  Ætlað börnum á öllum aldri.  Allir hjartanlega velkomnir.

Safnaðarferð á Njáluslóðir

Farið verður þriðjudaginn 20. september n.k. kl. 10:00 frá safnaðarheimilinu Borgum.  Áætluð koma í safnaðarheimlið er um kl.17:00.  Ferðin kostar 6000 á mann (ferðir og matur innifalinn) og allir eru velkomnir.  Takmarkað framboð er á sætum. Skráningu lýkur 16. september n.k.

Guðsþjónusta 14. ágúst

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 14. ágúst n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Lenka Mátéová, kantor leikur á orgel.

Fermingarfræðsla fyrir þau sem fermast vorið 2017

Síðsumarnámskeið verður 15. til 19. ágúst, 2015 frá kl. 9:15-12:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Þau sem eiga eftir að skrá sig á síðsumarsnámskeiðið geta gert það með foreldrum sínum á mánudeginum 15. ágúst kl. 9:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Föstudaginn 19. ágúst kl. 11:00 er fermingarbörnum og ættingjum þeirra boðið að hittast í Kópavogskirkju þar sem fermingarbörnin […]