Kirkjuhlaup í Kópavogi

Kirkjuhlaup í Kópavogi verður miðvikudaginn 14. desember n.k. kl. 17:30 frá Hjallakirkju.  Sungin verður jólasálmur og svo lagt af stað.  Hlaupið er í samvinnu við Þríkó hópinn í Breiðabliki.  Boðið er upp á 7 km eða 11 km leið á milli kirkna og kapella í Kópavogi.  Að loknu hlaupi er boðið upp á hlaupavænar veitingar í Hjallakirkju.  Ekkert þátttökugjald og allir hjartanlega velkomnir.