Entries by Sigurður Arnarson

Mál dagsins 26. september

Mál dagins hefst þriðjudaginn 26. september n.k. kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Klukkan 15:10 verður drukið kaffi.  Klukkan 15:30 verður haldið yfir götuna á Gerðarsafn þar sem sýning um stjórnarskrána verður skoðuð.  Stundinni lýkur kl.16:00.  Allir að sjálfsögðu velkomnir.

Haustferð

Haustferð Kársnessafnaðar var farin þriðjudaginn 19. september s.l.  Fyrst var ekið um vesturbæ Reykjavíkur undir leiðsögn sr. Sigurðar Arnarsonar.  Veröld hús stofnunnar Vigdísar Finnbogadóttur var heimsótt.  Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands tók á móti hópnum og fræddi um starf H.Í.  Síðan var húsið skoðað og sýning um Vigdísi.  Í hádeginu var snæddur hádegisverður á […]

Vorvísur að hausti

Kór Kópavogskirkju heldur tónleika í safnaðarheimilinu Borgum miðvikudaginn 13. september n.k. kl.20:00.  Stjórnandi er Lenka Mátéová.  Píanóleikari er Peter Máté.  Léttar veitingar verða í boði og aðgangseyrir er 2000kr.  Posi er ekki á staðnum.

Haustferð

Farið verður þriðjudaginn 19. september kl. 09:45 frá safnaðarheimilinu Borgum.  Haldið verður í vesturbæ Reykjavíkur og þar staðarskoðun að hætti sr. Sigurðar Arnarsonar.  Klukkan 10:30 tekur Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands á móti hópnum í Veröld húsi stofunar Vigdísar Finnbogadóttur, síðan verður húsið og starfsemi þess skoðuðu.  Klukkan 12:15 verður hádegisverður á Hotel Natura […]

Guðsþjónusta 17. september

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 17. september n.k. kl.11:00.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Sunnudagaskólinn hefst kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Allir að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins

Mál dagsins verður 12. september.  Stundin hefst á samsöng kl.14:30 undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Klukkan 15:10 heldur Svava Jóhannsdóttir erindi um tangó og tekur lagið.  Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og með því.  Stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun.  Allir hjartanlega velkomnir.

Fyrirbænastundir

Fyrirbænastundir eru í Kópavogskirkju á þriðjudögum kl. 13:45.  Hægt er að koma fyrirbænaefnum með því að senda tölvupóst: kopavogskirkja.is eða hringja á skrifstofu kirkjunnar, á virkum dögum á milli 9-13 (5541898).